Í huga garðyrkjumannsins og safnarans spannar vorið tímabilið frá jafndægrum til 17. júní. Þó verður það aldrei neglt niður eftir almanaki. Veðráttan segir mest til um hvort vorar seint eða snemma og vorið er því ástand ekki síður en ákveðið tímabil. Til að hafa reglu á lífi sínu, og geta svarað vinum og fjölskyldu varðandi ferðalög og aðrar áætlanir, er ...
Efni frá höfundi
Vorverkin hefjast 04/08/2016
Í huga garðyrkjumannsins og safnarans spannar vorið tímabilið frá jafndægrum til 17. júní. Þó verður það aldrei neglt niður eftir almanaki. Veðráttan segir mest til um hvort vorar seint eða snemma og vorið er því ástand ekki síður en ákveðið tímabil. Til að hafa reglu á lífi sínu, og geta svarað vinum og fjölskyldu varðandi ferðalög og aðrar áætlanir, er þó gott að miða við að ljúka sáningu einhvern ákveðinn dag. Ég miða við 20. maí fyrir sáningu og áætla ...
Í dag er jafndægur að vori, þ.e. nóttin er jafnlöng deginum. Í Riti Björns Halldórsson Sauðlauksdal segir; „Martíus, eða jafndægramánuður ... nú er vertíð við sjó og vorið byrjar“. Í tilefni jafndægurs að vori og til að tengja okkur náttúrunni í vorbyrjun er tilvalið að rifja upp gamla Bændadagatalið, en svo segir í 6. kafla Ætigarðsins - handbók grasnytjungsins eftir Hildi ...
Á Íslandi er erfitt að gefa fastar dagsetningar um sáningu, plöntun, jafnvel jurtatínslu því allt er þetta háð veðráttu og gangi himintunglanna. Alltaf verður að viðhafa vissa skynsemi. Ef erlendis jurtir eru sterkastar á morgnana áður en sól verður of sterk, getur verið að hér séu þær einmitt orkumestar um miðjan dag þegar sólin er hæst á lofti.
Varðandi ræktun ...
Í lok vetrar hefst páskafastan samkvæmt gamla almanakinu. Hún stóð í sjö vikur frá sunnudeginum fyrir bolludag og til páska. Þessar vikur mátti ekki borða kjöt. Þó fastan hafi horfið úr lífi okkar með kaþólskunni er skynsamlegt að sleppa, þó ekki sé nema dagpart, einhverjum mat. Það má byrja smátt, til dæmis á kaffiföstu í einn dag. Taka einn dag ...
Með hækkandi sól er gaman að taka fram spírubakkann og þetta er fljótlegasta ræktun sem hægt er að hugsa sér. Það er sérviska mín að finnast fræið eigi að fá að sofa í friði framan af vetri, og ég fer því ekki að láta spíra fyrr en eftir nýár. Alfa-alfa fræið, eða refasmári, og mungbaunir eru auðveldust viðfangs. Refasmárafræin eru ...
Uppskriftin er sænsk en súrkál er þó oftar kennt við Þjóðverja. Best er að hafa sérstaka krukku með loftrauf svo engin mygla myndist og gildir þar sama lögmál og með vín. Svona krukkur eru vandfundnar, og hér er notuð glerkrukka með smelluloki og gúmmíhring.
Í hvert kg af súrkáli fer:
1 kg hvítkál
2–3 tsk hafsalt
1 stór tsk ...
Rifsber þurfa góðan raka meðan berin eru að þroskast til þess að þau verði stór og safarík. Hefðbundna aðferðin er að gera hlaup úr berjunum. Ef hlaup mistekst hafa berin að öllum líkindum verið orðin of þroskuð. Hleypiefnið er í þeim ljósu og þarna er um að gera að tína snemma og að vera á undan þröstunum. Hlaupið verður samt ...
Ólafs sögu helga segir frá því að Knútur Danakonungur situr í York á Englandi og vill kalla til erfða í Noregi. Þegar Ólafi berast þær fregnir mælir hann þunglega: „Nú kallar hann til ættleifðar minnar í hendur mér. Kunna skyldi hann hóf að um ágirni sína. Eða mun hann einn ætla að ráða fyrir öllum Norðurlöndum? Eða mun hann einn ...
Þegar haustar að standa frækrónur dilljurtanna og hreykja sér yfir hinar plönturnar sem eftir standa í garðinum. Þeim sem hafa komist í kynni við þennan sænska rétt, finnst ekkert haust mega líða án þess að bragða á nýjum kartöflum soðnum með dillkrónum. Kartöflurnar og dillkrónurnar eru látnar í skál og borðaðar með smjöri.
Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur ...
Eggert Ólafsson, mágur Björns1, skrifaði niður hjá sér og þess vegna vitum við hvað var ræktað í Sauðlauksdal árið 1767, þegar Björn var að kljást við vinnufólkið og reyna að fá það til að borða grænmetið.
7. september - Matjurtir yfirfljótanlegar
- Grænt, hvítt, rautt, snið savoy-kál kaal-raven yfir og undir jörðu
- sinep
- spinat
- laukar
- peturselja etc.
- hvítar rófur
- næpur
- rediker
Hér ...
Einstakar jurtaolíur heitar og kaldar eru ýmist gerðar úr blómum eða blöðum líkt og te. Sé annað ekki tekið fram gildir sú regla að mestur kraftur sé í blöðum plöntunnar rétt fyrir blómgun en það sakar ekki að taka blómin með. Gullgerðarlistin kenndi að í eimaðri olíu blómanna birtist sál þeirra. Þó hér sé olían ekki eimuð úr blómunum sjálfum ...
Það er ekki auðvelt að rækta rauðrófur úti þótt sumum takist það. En það má líka reyna inni. Þessar fáu er ágætt að borða hráar í sneiðum. Þær eru lostæti. Það er líka hægt að pressa úr þeim safann ef maður á nóg eða súrsa. Þær geymast best af öllum rótarávöxtum. Það er sagt að rauði liturinn stafi af járni ...
Fíflablöð eru mest notuð hrá í salat en sé hörgull á öðru grænu eru þau soðin í súpum og höfð í pottrétti. Blöðin má leggja í vatn í nokkrar mínútur áður en þau eru sett í pott, það dregur úr remmu. Blaðstöngullinn er beiskari en laufið sjálft og það grófasta af honum má rífa burt, hafi maður tíma til þess ...
Kúmen má nýta með því að særa fyrstu og efstu laufin af plöntunum í salat, en það er þó síst þess sem hér er talið hvað bragð snertir. Nýju blöðin má hafa í súpu með brenninetlu og ræturnar má grafa upp og hafa í brauð og súpur. Kúmen er ekki fjölær jurt en sáir sér auðveldlega. Því kann að vera ...
Sú tilgáta hefur verið sett fram, að njólinn hafi verið fluttur inn sem matjurt frá Noregi snemma á öldum, en þó kann hann að hafa fundið sér leið hingað sjálfur. Hann heldur sig þó helst kringum mannabústaði og síður á víðavangi og vildu víst ýmsir sem berjast við hann, að hann hefði aldrei komið.
Mörgum brá í brún þegar Ingólfur ...
Matjurtargarður getur verið stór eða lítill, villtur eða ákaflega vel skipulagður eins og Eldhúsgarðurinn hér á vef Náttúrunnar en hann er hugsaður sem einskonar „fyrirmyndargarður“ sem hver og einn getur síðan breytt að eigin geðþótta og aðlagað aðstæðum svo sem; fjölskyldu- og garðstærð, tíma og nennu.
Hugmyndin að Eldhúsgarðinum* er sú að útfæra matjurtaræktun sem getur verið flókin á einfaldan ...
Það er varla hægt að minnast á laukræktun án þess að hugurinn hvarfli til Guðrúnar Ósvífursdóttur, þegar hún heimti sonu sína til máls við sig í laukagarð sinn að Helgafelli. Við vitum ekki hvort hún ræktaði graslauk eða einhvern eðlari lauk eða hvort höfundurinn notar orðið laukagarður sem líkingu. Það er aðeins vitað um einn garð á landinu sem bar ...
Að útvega nægilega kalda geymslu getur verið vandamál. En kartöflur mega ekki frjósa. Erlendis, þar sem frost er minna, dugar að koma þeim fyrir í gryfjum yfir veturinn. Á Íslandi þekktist það áður fyrr að grafa jarðarávexti niður í baðstofugólf eða í útihúsi og vörðu þær sig ef vatn komst ekki að þeim. Íslenskar kartöflur hafa yfirleitt ekki haft langan ...
Kamilla vex vel hér á landi. Lengi var haldið að baldursbráin kæmi í staðinn fyrir kamilluna og það var ágætt að halda það meðan ekki fengust kamillufræ. Ef við minnumst þess að frænka hennar, baldursbráin, getur látið 300.000 fræ þroskast á einu sumri er skiljanlegt að kamillan gefur heilmikið af sér, þó plönturnar séu ekki margar.
Einhvers staðar las ...
Það er ekki einfalt að fylgjast með og halda skrá yfir ræktunina og árangur hennar, jafnvel þó fartölva sé við höndina. Það er nógu erfitt að gera töflu yfir sáðskiptingar í görðunum. Að ætla sér að skrá niður árangur af sáningu, spírun, vexti og uppskeru margra grænmetistegunda, sem jafnvel er sáð til oftar en einu sinni, er verulega flókið.
Skást ...
Tvennt segir til um hvenær vorverkin skulu hefjast, annars vegar tíðarfarið og hins vegar hvernig stendur á tungli.
Strax með nýju tungli áttu að planta þær jurtir sem villt fá fræ af. Þá skal pæla upp sáðjörð og mýkja hana. Það er ekki algengt að stunda frærækt, þegar svo auðvelt er að kaupa fræ og nú er. Það skipti meira ...
Rósmarín er besta krydd í heimi með kartöflum. Góður kokkur og frábær ræktunarmanneskja, sem var í fjölskyldunni um tíma og kom þá með í útilegu, sat lengi á hækjum sér yfir pönnu eitt þungbúið síðdegi og var að sýsla með kartöflur úti fyrir tjaldinu og ég var að velta fyrir mér hvernig hún nennti þessu. Eftir að hafa fengið að ...
Þorri - 20. janúar – 20. febrúar
Þorri er sá mánuður, á hverjum sól gengur um vatnsberamerki. Með þorrakomu er vetur hálfnaður. Nú er tími til innanbæjarverka en útivinna er nú lítil nema grjótdráttur. Allt sem þú geymir af lifandi ávöxtum innanhúss þarf nú meiri vöktun en fyrri part vetrar og því meiri sem á líður fram til sumarmála að það skemmist ...
Niðurskipan daganna á árshringinn er mannanna verk. Nýtt ár þarf ekki að byrja tíu dögum eftir vetrarsólstöður enda líklegast leifar frá rómverskum skikk enda almanakið sem við brúkum frá þeim komið. Meðan við héldum okkur við gamla tveggja missera almanakið urðu árstíðaskipti sumardaginn fyrsta og svo aftur fyrsta vetrardag. Tímabil voru oft miðuð við stjórnartíð þjóðhöfðingja og samkvæmt þeirri hefð ...
Í bókum stendur gjarnan að Thomas Jefferson, forseti Bandaríkjanna, hafi uppgötvað frönsku kartöfluna. Réttara er að hann hafði mikinn áhuga á eldamennsku og mun hafa kynnst djúpsteikingu á kartöflum meðan hann dvaldi sem diplómat í París á stjórnarárum Lúðvíks XVI.
Uppruni steiktu strimlanna er ekki á hreinu en Belgía eða svæðið við belgísku landamærin kemur sterklega til greina. Það er ...
Ekkert innlent heiti yfir te er til í málinu. Orðið nam hér land um leið og ný lendute fór að flytjast inn á 17. öld en fljótlega var farið að nota það yfir uppáhellingar með innlendum jurtum. Eggert Ólafsson, sem allt vildi hafa sem íslenskast, notar orðið te. Áður fyrr var talað um að gera seyði og við segjum – fáðu ...
Því er lýst í hugljúfri austurlenskri sögu hvernig tedrykkja húsmóður verður að nokkurs konar innlifun þar sem ketillinn, suðið í sjóðandi vatninu og ilmurinn af jurtunum renna saman við tilhlökkunina um friðarstund. Í Japan varð enda tedrykkja að listformi í anda Zenbúddisma. Sérstök tehús voru byggð samkvæmt fagurfræðilegum reglum. Jafnvel aðkoman sjálf, þar sem stiklað var eftir óreglulegum náttúruhellum í ...
Orðin ertur, baunir og jafnvel belgmeti eru til í málinu en ekki alveg ljóst hvað er hvað. Nú er farið að rækta ýmsar tegundir bauna inni í gróðurhúsum og fræ fást í búðum. En oft er gott að grípa til og sjóða þurrkaðar, erlendar baunir á sumrin þegar kartöflurnar eru búnar. Það erfiða við baunir er vindgangurinn sem þær koma ...
Eins og það er skemmtilegt að fara út og finna í matinn og leita ákaft að fyrstu vorjurtunum, þá er viss léttir í því fólginn að ná öllu undir þak þegar veturinn kemur. Sumir hafa safnað meira en aðrir. Sumir eiga stærri og betri geymslur með sultum, sykruðum hvannaleggjum og tejurtum. Þeir eiga rótarávexti í kaldri kompu, fjallagrasapoka og vel ...
Fáir eru færir um að skila reynslu af matjurtaræktun og jurtanotum til næstu kynslóðar, svo við verðum að styðjast að mestu við bækur. Það er sagt í Frakklandi að besti kennari vínræktarmannsins sé nágranninn því aðstæður eru staðbundnar, veðurlag og jarðvegur breytilegur frá einum stað til annars. Ræktun matjurta hér á landi krefst bæði þolinmæði og hugkvæmni.
Ófyrirsjáanlegir erfiðleikar eins ...
Á sama hátt og soðnar kartöflur eru undirstaða allrar kartöflueldamennsku má líta á bökuðu kartöfluna sem hulstur af skinni sem heldur utan um innvols sem má blanda með salti og kryddi, smjöri, eggjum, kavíar eða osti og breyta þannig að vild. Stundum er kartaflan bökuð aftur eftir að innihaldinu hefur verið skóflað út og því umbreytt.
Bökunarkartöflur ættu að vera ...
Eggert Ólafsson minnist á kartöflugraut sem geti komið í staðinn fyrir grjónagraut. Hrísgrjón fóru fyrst að flytjast inn um 1750 og vellingur varð strax vinsæll og algeng útákastsmjólkursuða þó hann sé horfinn að miklu leyti nú og hrísgrjónagrautur varð hátíðamatur um jól. Eggert segir um (jarð)eplagraut:
„Hann er svo tilbúinn að eftir að æxlin í hreinu vatni soðna, þá ...
Það er eðlilegt að breyta um mataræði eftir árstíðum. Á vorin og yfir sumartímann borðum við gjarnan græn blöð. Á haustin og veturna vill líkaminn frekar rótarávexti og hvíla sig frá blaðsalati yfir dimmasta skammdegið. Nú er gott að hafa saman kartöflu- og rófustöppu. Í það eru mjölmeiri og eldri kartöflur betri. Sjóðið saman kartöflu- og rófubita í svolitlu vatni ...
Hrá gulrótarfreisting
Ég set alltaf fram nýjar, hráar gulrætur og/eða rófur fyrir barnabörnin á undan matnum, meðan þau eru að horfa á sjónvarpið eða gera eitthvað annað. Þá hverfur hrátt grænmetið ofan í þau án þess þau taki eftir því, en þau myndu ekki endilega borða sama hrámeti, ef það væri sett á borðið með öðru. Eins nota ég ...
Hér á Suðurlandi vill oft koma frost kringum 10. október sem er grænmetinu erfitt. Það sem stendur úti eftir þann tíma – næst stundum inn, stundum ekki. Ef tíðin er góð og tækifæri gefst er gott að bera núna áburð í garðana, stinga upp og gera klárt. Það léttir mikið vorverkin. Það er líka gott að taka til inni við, ef ...
Að gera grænmetissoð fyrir veturinn
Þegar mikið er um grænmeti og verið að taka upp úr görðunum er ekki úr vegi að útbúa gott grænmetissoð. Í soðið má nota stilka og ytri blöð af hvítkáli, blómkáli eða blöðin af spergilkáli og margt fleira, svo sem gulrótarblöð, rætur og villijurtir, bara það sé óskemmt og blöðin falleg. Þau gagnast í soð ...
Það hefur svolítið gleymst í upprifjun á matarvenjum Íslendinga, soðningin og kartöflurnar. Lengst af á síðustu öld var þetta aðalhversdagsmatur vikunnar. Kartöflur fara einfaldlega betur með fiski en brauð, hrísgrjón, pasta eða nokkuð annað það sem inniheldur kolvetni. Þessi einfalda en næringarríka aðalmáltíð dagsins var í meira en hundrað ár framreidd á allflestum heimilum og á vissulega skilið að henni ...
Samfara því að taka upp úr beðunum er gott að tína gömul, fölnuð blöð og láta sniglana ekki verpa undir þeim. Eins þarf að hreinsa burt illgresi en það er yfirleitt létt verk á haustin. Um haugarfann segir í Matjurtabók Garðyrkjufélagsins að hann sé algengastur og frægastur að endemum, svo almenningur nefni jafnvel allar aðrar illgresistegundir eftir honum. Viðkoman sé ...
Ýmsar rætur villtra og hálfvilltra jurta eru rammar og ég velti því fyrir mér næstum á hverju vori hvernig formæður mínar hafi farið að því að gera úr þessu mat, jafnvel hungurmat. Það má alveg, sem ígildi fórnfæringar vegna nútímavelgengni, þegar óþolinmæðin eftir nýjum jurtum er komin á ákveðið stig, grafa upp rót og rót og reyna að nota þær ...
Haustið er tími allsnægtanna í garðinum. Nú getum við leyft okkur daglegar stórveislur úr því sem við sjálf höfum aflað. Það er liðin sú tíð þegar vinnufólk Björns í Sauðlauksdal fúlsaði við grænmetinu sem hann hóf að rækta upp úr miðri átjándu öld langt á undan sínum samtíðarmönnum. Vinnufólkið lét hann heyra að gras væri fyrir sauðfé. Kaup var á ...
Sé maður úti á gangi um heiðar og finni mjúkan og örlítið rakan hreindýramosa er ekkert á móti því að taka lúkufylli með heim og setja í flatbrauð eða heilhveitibollur. Best er að gera þetta strax því hann molnar þegar hann þornar og þó bragðið breytist ekki verður lítið úr honum. Björn í Sauðlauksdal segir að hann þurfi mikla suðu ...
Eftirfarandi frásögn lýsir aðferðum grasalækna snemma á 20. öld. Guðfinna Hannesdóttir frá Hólum í Stokkseyrarhreppi er fædd 1906. Viðtalið var skrifað niður gegnum síma 1993.
Á Loftstöðum í Flóa bjó systurdóttir Þórunnar, Ragnhildur Gísladóttir. Guðfinna segir svo frá: – Ragnhildur fékkst nokkuð við grasalækningar, en var þó meira við búsýslu. Ég lá í brjósthimnubólgu (en hún var oft undanfari lungnaberkla) um ...
Faðir minn kenndi mér að skurna kartöflur. Þá geymast kartöflurnar eins og þær væru nýjar fram á vor. Ekki veit ég hvar hann lærði þetta, og við gerðum það ekki fyrr en nokkru eftir stríð. Strax og kartöflurnar eru teknar úr moldinni eru þær þvegnar, þurrkaðar og látnar standa í dimmu og sæmilega upphituðu rými í 10–12 daga.
Svo ...
Kjötfars og hvítkál
Þegar hvítkál fer að spretta er eins með það og gulræturnar, það þarf að gá hvort skynsamlegt sé að grisja og þá má gufusjóða það eða hafa hrátt í salat. Þegar hvítkálið er fullsprottið kallar það alltaf á löngun hjá mér í svolítið kjöt. Setjið 3 msk olíu í pott og 2–3 skorin hvítlauksrif, 1 lauk ...
Það skemmtilega við spergilkál*, er að það heldur áfram að gefa af sér eftir að búið er að klippa af því blómtoppinn.
Úr blaðkverkunum vaxa nýir toppar, að vísu miklu minni en það munar um þá. Það er gjarnan gufusoðið og borið fram eitt og sér.
Hvað bragð snertir er það ekki alveg eins sjálfstætt og blómkálið, en þó um ...
Hvítkál er ekki hægt að frysta svo vel fari. Það er hægt að geyma ferskt hvítkál í þó nokkurn tíma eftir að búið er að taka það upp. Stundum tekst að taka hausana varlega upp með rót og mold og setja í bala, kassa eða hjólbörur, vökva svolítið og geyma þannig á svölum stað, jafnvel fram undir jól. Aðrir vilja ...
Vínber þroskast ekki úti hér á landi. Þegar sjónvarpskonan Sigríður Arnardóttir sá vínberin í gróðurhúsinu mínu minntist hún annarrar heimsóknar, til Telmu Ingvarsdóttur í Austurríki. Þar sem þær sátu og spjölluðu hafði Telma fært henni ferskan, heimapressaðan vínberjasafa. Þegar svo leið á daginn og viðtalið var vel á veg komið opnaði Telma kampavínsflösku og bætti út í safann þeim til ...
Blómkál er hægt að setja í súr með öðru grænmeti og fer vel. Ef mikið berst að í einu, og þarf að frysta, er það snöggsoðið áður. Það heldur nokkuð bragði en ekki eins vel og spergilkál, enda þolir spergilkálið nokkuð vel frost, líka úti í garði.
Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur.
Ljósmynd: Blómkáli í garði Hildar Hákonardóttur ...
Þegar ekki er hægt að torga meiru af ferskum berjum er gott að búa til heita ávaxtasósu. Hún er áreiðanlega frönsk en uppskriftin er svo sem engin. Ég tek til þá ávexti eða ber sem ég á, en vil gjarnan hafa minnst þrjár tegundir og þær þurfa að vera af þeirri gerð sem þýðir að sjóða. Vatnsmelóna passar ekki hér ...
Stikilsber hafa þann kost að fuglar láta þau að mestu í friði og hægt er að tína þau af jörðinni, ef þau hafa dottið af vegna ofþroskunar. Þau mygla þar ekki strax eins og önnur ber. Það nægir að setja þau í pott með helmingsmagni af sykri, kanelstöng og ögn af vatni og sjóða þangað til þykknar. Stikilsber þykja góð ...
Kúrbítur er nýr hér á landi en vex vel í heimagróðurhúsum. Það þarf að frjóvga hann nema skordýrin séu því iðnari. Kúrbítur er svolítið framandi og uppskriftir sem okkur henta koma smátt og smátt. Vinkona mín kom frá henni Ameríku og leit inn í gróðurhúsið og sá að ég átti fjórar kúrbítsplöntur. Hún sagði að bragði: – Eftir sumarið verðurðu búin ...
Aðalbláber þarf víst ekki að kenna neinum að borða. Björn í Sauðlauksdal segir í Grasnytjum að Svíar hafi sætukoppana og efstu greinarnar með blöðum á í te og það bæti kvef og örvi blóðrás. Það er eins og við höfum aldrei tekið mark á þessu, kannski fáum við okkur ekki til þess að taka óþroskuð berin, en það er tilvalið ...
Bláber eru best eins og þau koma af jörðinni ný tínd, út á skyr með rjóma. En eitt haustið var svo mikið af þeim og engin leið að torga öllu saman og frostið kom ekki og áfram voru meiri ber, svo eitthvað varð að gera. Ég hringdi í Huldu svilkonu, því ég mundi að hún hafði gefið mér fína bláberjasultuuppskrift ...
Sólber eru svolítið sérstök.
Annaðhvort vilja menn þau ekki eða skynja bragðið næstum sem nautn. Nýtt kvæmi af sólberjarunnum, sem hefur borist til landsins, gefur mikið af sér og vex auðveldlega. Sólberjasafi er best þekktur af afurðum sólberja. Blöðin eru notuð þegar piklað er og til að auka brjóstamjólk. Ef ég næ ekki að borða öll sólberin hrá frysti ...
Krækiber og krækiberjasaft er ein af blá-fjólubláu íslensku fæðutegundunum.
Gott er að hreinsa krækiber, um leið og komið er heim, með því að hella þeim milli íláta við húshorn þar sem svolítil gola leikur um. Til þess þarf bala og best er að leggja klút í botninn til að þau skoppi ekki til. Við að hella þeim varlega fýkur ruslið ...
Einiberjarunnar vaxa villt á Íslandi og auðvelt að hafa þá hjá sér úti eða inni. Í góðum árum þroskar einirinn ber og þau eru hið besta krydd. Samkvæmt fornum hefðum hreinsar reykurinn af eini híbýli manna á sama hátt og salvía og reykelsi. Það má leggja einiviðargreinarstúf á heitan ofn eða hellu eða kveikja í greininni í hreinum öskubakka. Soð ...
Blómkál Blómkál gefur mikla og góða uppskeru ef það tekst á annað borð. Best er því að reyna að fá tvær uppskerur á mismunandi tíma. Sú fyrri gæti komið síðast í júlí eða í byrjun ágúst og sú síðari þremur vikum seinna. Hægt er að dekra meira við fáeinar plöntur til að koma þeim áfram, eða sá tvisvar en það ...
Blaðselja
Hún er auðræktanleg og stórvaxin en nýtur þó engra sérstakra vinsælda. Sniglar sækja ekki í hana og kálflugan sneiðir hjá henni. Beðjan vex bæði úti og inni, kemur snemma upp og stendur lengi. Þó á hún það til að hlaupa í njóla en þá hjálpar að skera stilkana af þegar þeir fara að vaxa upp eins og gert er ...
Mér gengur illa að kaupa forræktaða tómata og láta þá skipta um loftslag, þó það virðist viturlegur vinnusparnaður. Ég sái því til þeirra og ræktaði þá lengi við sólarglugga nærri svalahurðinni til að fæla burt flugur. Sólþroskaðir tómatar beint af plöntunni eru hreint sælgæti. Þó er ég gjörn á að steikja þá á pönnu eða hafa ristaða með brauði vegna ...
Það er ótrúlegt hvað safnhaugagerð og flokkun hefur aukist á síðustu árum. Þeir sem eiga litla garða kaupa sér gjarnan moltukassa og fara á námskeið í notkun þeirra. Aðrir halda sér við trékassana og láta tímann vinna með sér. Hafa tvo eða þrjá kassa. Jurtakurlarar flýta þó mikið fyrir. Það er erfitt að kurla greinar og margir hætta því. Það ...
Innan um purpurahimnuna, sem er auðþekkt, vex skærgræn himna. Hún er eins og gljáandi blautt salat að sjá. Hana má tína og þurrka, rista á pönnu og mylja. Þessu má strá út á ýmsa rétti eða súpur eins og bragðbætissalti. Af blöðruþangi má gera te, og þó það sé ekki sérlega bragðgott þykir það vinna vel á móti gigt, offitu ...
Reyniber eru að verða að stórkostlegu haustskrauti þegar risastór trén glóa af rauðum glansandi berjaklösunum áður en stormurinn slítur þá af og þau liggja á gangstéttunum eins og rauður snjór. Frænka mín varðveitti berin í grófu salti til að geyma í skreytingar en ég veit ekki hvernig hún notaði þau. Helga Sigurðar* vill vinna á beiskjunni í berjunum með því ...
Vínguðinn Díonýsus átti erfitt í æsku. Seifur eignaðist hann með gyðjunni Semele en Hera fyrirgaf ekki framhjáhaldið og gerði stráknum allt til miska. Amma hans, Rea móðir Seifs, reyndist honum þó vel. Díonýsus uppgötvaði vínið og eftir það gerði Hera hann vitstola. Þá tók hann að ferðast vítt um veröldina, allt til Indlands og aftur heim. Ferðir hans, sem tengdust ...
Á morgnana má finna ýmislegt rautt eins og tómatsafa, ber og berjamauk á brauð eða rauð epli. Það er allavega gott að taka eftir einhverju rauðu í morgunmatnum og beina huganum að rótarstöðinni og ýta við henni með huganum. Gera það sama við hinar orkustöðvarnar yfir daginn. Það leiðir líka athygli okkar að líkamanum og þá er líklegra að við ...
Stikilsber hafa þann kost að fuglar láta þau að mestu í friði og hægt er að tína þau af jörðinni, ef þau hafa dottið af vegna ofþroskunar. Þau mygla þar ekki strax eins og önnur ber. Það nægir að setja þau í pott með helmingsmagni af sykri, kanelstöng og ögn af vatni og sjóða þangað til þykknar. Stikilsber þykja góð ...
Eggert Ólafsson skilgreinir grös í – þá almennilegu, stóru rauðfætlinga, klóunginn og kræðuna. Þó áður fyrr væri farið til grasa á vorin er eins víst að það hafi verið gert til að koma því frá áður en heyskapur byrjaði. Nú tínum við grös á sumarferðalögum. Þórbergur Þórðarson segir frá upplifun sinni af grasaferðum í bókinni Í Suðursveit: „Maður hlakkaði til grasaferðanna ...
Það er sagt að klukkustund í garðinum á dag sé tíminn sem þarf til að sinna honum og ég held þetta sé satt. Vegna veðurlagsins virkar þetta þó ekki svona. Vinnan dreifist ekki jafnt. Margir dagar henta ekki til útivinnu en aðra daga slítur maður sig ekki frá garðinum. Svo má aðskilja það sem kallast getur vinna frá því sem ...
Hrútaber eru alvillt og farin að láta miklu meira á sér bera. Bæði af því kjarr og skógur hefur aukist og sauðkindin nær ekki að hreinsa láglendisgróðurinn. Þau eru svolítið beisk og því betri með kjöti en með sætindum. Þau fást ekki í verslunum og það gerir þau eftirsóknarverð. Helga Sigurðar telur þau ekki með*, sem sýnir að þau hafi ...
Afbragð er að vefja grænkálsblaði utan um nokkur rifsber og bíta í. Það súra og það ögn beiska upphefur hvort annað. Ef grænkálið hefur ekki verið mikið notað yfir sumarið er gott að snyrta plönturnar og tína burt sölnuð og skordýrabitin blöð og afrifna stöngla. Síðan má láta það vera kyrrt í garðinum. Grænkál er þakklát planta og stendur lengur ...
Vínviður vex víða í gróðurhúsum og skálum og gaman að sjá hann fyrst tútna og svo springa út á vorin. Stærstu blöðin má nota til að vefja utan um fyllingar, sem gjarnan mega vera úr soðnum korn-, bauna- eða grænmetisafgöngum. Fyllingin er sett á blöðin, þeim vafið utan um og raðað þétt saman í smurt eldfast fat og bakað í ...
Þegar arfi og annað illgresi, sem bóndi minn kallar réttilega harðgresi, er reytt upp getur sumt af því farið í safnhauginn en annað ekki. Allt illgresi sem ekki er búið að mynda fræ eða fjölgar sér með rótum á vitaskuld að fara í safnhauginn. Sumt af hinu getur farið djúpt undir tré, sem verið er að planta, og rotnað þar ...
Steinselja
Steinselju tökum við upp áður en fer að frjósa svo nokkru nemi og lausfrystum hráa og gróftskorna í álpappír sem við vefjum í litla böggla. Það er svo fljótlegt að mylja hana í hvaða rétt sem er og hún er afar frískleg. Svo má vefja teygju utan um steinseljubúnt og setja í plastpoka og beint í frysti og klippa ...
Mikilvægt er að hafa sáðskipti. Góð regla er að setja ekki niður kartöflur tvö ár í röð í sömu beðum, en þær taka gjarnan helminginn af garðplássinu. Svo er öðrum gróðri líka víxlað til að fá sem mesta fjölbreytni.
Plöntur hafa mismunandi næringarþarfir svo jörðin þreytist síður. Æskilegast er talið að hafa sömu plöntur aðeins fjórða hvert ár í sömu ...
Rauðsmára fann ég á Akureyri í vegkanti á leiðinni inn í Kjarnaskóg. Þannig umhverfi vill hann hjá mér. Mest sand og svolitla mold. Aðrar plöntur reyna að troða sér inn á hans svæði til að athuga af hverju hann unir sér svona vel en hann heldur þó sínu. Smári er yfirleitt ekki talinn matplanta en eitthvað mun hann þó hafa ...
Fáfnisgras
Drekakrydd er annað nafn á fáfnisgrasi, estragon heitir það á alþjóðamáli og flestir kannast við estragonedik. Það er til bæði rússneskt og franskt og það franska þykir eðlara. Fáfnisgras kemur snemma upp í gróðurskála en getur líklega vaxið úti við kjöraðstæður. Það má nota sem krydd á brauð með áleggi og í soðna rétti og fer vel með fuglakjöti ...
Hjá þeim sem búa við sjávarsíðuna hlýtur skarfakál að tilheyra vorjurtunum. Það er helst borðað hrátt enda er í því mikið af C-vítamíni og það er afar hressandi á ferðalögum ef kosturinn er mest pakkamatur. Nafnið er líklega tilkomið af því að það læknar skyrbjúg eða scurvy á ensku en ekki af því að það eigi eitthvað sameiginlegt með skarfinum ...
Það eru til margar tegundir af salati. Það borgar sig að sá mismunandi tegundum. Þá fáum við ekki bara fjölbreytt bragð heldur líka mismunandi litbrigði og áferð í salatskálinni og tegundirnar hafa mismunandi vaxtarskeið og verjast áreitum misjafnlega vel.
Þegar skrifað er um blaðsalat stendur ævinlega – þvoið svo vel eftir að það hefur verið tekið upp. Það er gaman að ...
Mikla nytsemd má hafa af stærri og minni gróðurhúsum. Þó hefur garður þá fyrst hafist upp í æðra veldi, þegar þar rís lysthús. Frægt er lysthúsið í Sauðlauksdal sem að auki var búin viss rómantísk umgjörð með kvæði Eggerts. Húsið stóð mitt í einum matjurtagarðanna, sem var ferkantaður, en garðarnir voru þrír alls. Ólafur gamli faðir Eggerts byggði húsið sem ...
Blómhausinn* má taka eins og hann kemur fyrir með blómbotninum á, dýfa í soppu og djúpsteikja í olíu. Soppu má gera með því að hræra hveiti út í ögn af mjólk og hafa egg með, eins og þegar pönnukökudeig er búið til. Ef eggjahvítan er þeytt verður soppan frauðmeiri. Svo má hræra hveiti út í bjór, sem er staðinn svo ...
Ræktað krydd tekur við af villtu vorjurtunum, þegar líður á vorið. Þessi skemmtilega, einæra kryddjurt sést æ víðar í eldhúsgluggum. Hún vex vel í gróðurhúsum og fæst fersk frá innlendum framleiðendum. Ung kona í fjölskyldunni sáði basilíku nokkuð þétt í stórt blómaker innan við stofugluggann. Þar leið plöntunum vel framan af, en þær tóku því illa að láta planta sér ...
Sumarið er enn og á að vera uppspretta hugmynda. Það skiptir engu máli þótt við framkvæmum ekki allt sem okkur dettur í hug og komum ekki öllu í verk sem æskilegt væri. Það á ekki að vera eftirsjá, aðeins gleði. Það er sjálf frumlífsorkan í matnum sem nærir okkur. Orkan í fæðunni kemur frá sólarljósinu, sem inniber allt litrófið, og ...
Ég fór einu sinni á fyrirlestur í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði. Þar vorum við hvött til að læra að meta skordýrin og gagnsemi þeirra, og læra að elska þau eins og annað í náttúrunni. Líka ranabjöllur? – spurði ein konan í uppgjafartón, því hún vissi hvert svarið yrði. Ég fann til samkenndar því þrátt fyrir allt verðum við að læra að verjast ...
Sigurskúfur er af eyrarrósarætt, enda sami litur á blómunum. Hann er tiltölulega ný r landnemi og ekki feiminn við að leggja undir sig landsvæði. En af því ég hef lesið að hann sé hingað kominn til að gera mannkyninu gagn með því að stuðla að tengingu sálarinnar við hærri svið, fyrirgef ég honum margt. Hann hefur skriðular rætur sem vert ...
Í matjurtagarðinum er mælt með því af reyndum lífrænum ræktendum að hylja moldina milli plönturaða með þekju, gjarnan jurtakyns. Þetta var illmögulegt hér á landi áður en tætararnir komu til sögunnar. Þekjur örva góðkynja lífverur og halda raka í moldinni, minnka vind- og vatnsrof, halda arfa og illgresi verulega í skefjum og spara vökvun. Eymundur Magnússon í Vallanesi, sá mikli ...
Sveppir eru dularfullar lífverur, reyndar teljast þeir ekki einu sinni til plönturíkisins heldur eru sérstakt fyrirbrigði í lífríkinu.
Á Íslandi eru nú um 2000 tegundir af sveppum þekktir. Þá eru ekki taldir með rúmlega 700 tegundir sveppa sem eru fléttumyndandi, þ.e. hafa þörunga í þjónustu sinni. Sveppir skiptast í marga flokka, en stærstir eru kólfsveppir og asksveppir.
Til að ...
Eggjakaka með villijurtum
Til að halda upp á vorkomuna má gera eggjaköku með frönsku kryddfernunni fines herbes, sem samanstendur af kerfli, graslauk, fáfnisgrasi (estragon) og steinselju. Þessar fjórar jurtir fara prýðilega saman, hvað bragð snertir. En ástæðan fyrir hefðinni er líklega sú að þær hafa sprottið á sama tíma. Eigi maður gróðurhús geta ársgömul steinselja og fáfnisgras fengist á sama ...
Hann er fjölær planta og fer að stinga upp kollinum strax og snjóa leysir og frost að linast. En hægt fer hann, og oft er löng bið eftir að fyrstu blöðin náist inn eftir að fyrst fer að örla á þeim. Það er svolítið lakkrísbragð af kerfli og blöðin fíngerð. Nafnið kemur úr frönsku og þar hefur hann verið notaður ...
Birki er ekki notað til matar en það er frábær tejurt. Birkinu á að safna snemma eða fyrir Jónsmessu. Límkenndu litlu blöðin þykja best í te. Á þessu stigi er þó erfitt að tína laufin. Auðveldast er að finna birkikjarr sem þarf að grisja, klippa greinar og koma þeim fyrir inni á gestarúmi eða uppi í sumarbústað, þar sem þær ...
Fyrir mér er ólafssúran úrvals göngusnakk sem gripið er upp af götunni sér til hressingar og gefur bæði orku og C-vítamín. Þannig fara þær vel í maga einar og sér. Þær hafa oft bjargað mér í erfiðum brekkum þegar mér fannst ég vera að dragast aftur úr. Þá gátu nokkur súrublöð gert kraftaverk, bæði hresst og endurnært. Það er því ...
Hér á landi hefur heimaræktun gjörbreyst með tilkomu plasts og akrýldúka og lítil, færanleg gróðurhús eru afar hentug. Þá er smíðaður léttur trérammi, svona 110–120 cm eða í beðbreidd og allt að helmingi lengri. Beðbreidd miðast við að þægilegt sé að teygja sig inn í beðið til að planta, þrífa og taka upp grænmetið. Síðan eru keypt nokkur rafmagnsrör ...
Áður en flensa fer að herja og jafnvel eftir að hún er búin að stinga sér niður má gera hóstameðal með því að skræla hvítlauk – heil 24 rif og stinga niður í 250 g af hunangi. Láta standa í 7–10 daga og fara svo að borða úr krukkunni, ef hóstinn er þá ekki farinn, hunangið og hvítlaukinn saman. Það ...
Íslenska fjólan er afbragðs tejurt. Hún er fjölær, blómstrar mikið en það þarf að hlúa örlítið að henni í garðinum og skapa henni vaxtarrými.
Úr bókinni Ætigarðurinn - handbók grasnytjungsins eftir Hildi Hákonardóttur.
Ljósmynd: Fjóla [Viola tricolor], ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.
Kamilla vex vel hér á landi. Lengi var haldið að baldursbráin kæmi í staðinn fyrir kamilluna og það var ágætt að halda það meðan ekki fengust kamillufræ. Ef við minnumst þess að frænka hennar, baldursbráin, getur látið 300.000 fræ þroskast á einu sumri er skiljanlegt að kamillan gefur heilmikið af sér, þó plönturnar séu ekki margar. Einhvers staðar las ...
Morgunfrú sái ég snemma en hún er líka dugleg að mynda fræ og sáir sér jafnvel sjálf. Krónublöðin eru notuð í salat erlendis og ég geri það næstum daglega þegar komið er fram á sumar. Blómin eru þurrkuð í te og blómbotninn þá skilinn frá svo þorni fljótar.
Úr bókinni Ætigarðurinn - handbók grasnytjungsins eftir Hildi Hákonardóttur.
Ljósmynd: Morgunfrú [Calendula officinalis ...
Kál hefur verið ræktað í nokkur þúsund ár. Líklega óx það fyrst á ströndum Miðjarðarhafsins og nafnið er latneskt. Fyrst er talið að villikál hafi verið tekið til ræktunar og síðan hafi það kál breiðst út úr görðunum um næsta nágrenni og orðið villt á ný. Það kál hafi svo aftur verið tekið til ræktunar og þannig hafi þetta gengið ...
Okkur sem höfum litla garða hættir kannski til að geyma fræ of lengi. Nytsemd er góð en við verðum líka
að hafa í huga að eyða ekki tíma og kostnaði í að reyna að rækta upp af gömlum fræjum og verða óánægð
ef árangurinn er slæmur. Við erum líka misnatin við að geyma fræin vel.
Lífslíkur fræja eru mismunandi. Flest ...
Þegar þú tekur eftir fíflunum [Taraxacum spp.] á vorin er fullseint að tína þá í salat – segir enskt máltæki. Blöðin eru mildust snemma á vorin áður en plönturnar fara að blómstra, en það er fyrst þegar gul karfan brosir móti sólinni að við tökum virkilega eftir þeim. Fífillinn er boðberi vorsins, rétt eins og lóan.
Skærgulu vorblómin, túnfífillinn og hófsóleyjan ...
Snemma á vorin má taka litlar fíflaplöntur [Taraxacum officinale] í heilu lagi úr matjurtagarðinum ef fífillinn hefur sáð sér, saxa þær og steikja í olíu eða smjöri og hrista út á svolítið af sojasósu og ögn af rjóma. Gervikaffi er unnið úr þurrkuðum, brenndum fíflastönglum. Fíflastöngla má borða með því að byrja ofan frá og best að hafa fjóra í ...
Garður, sem er undir þaki, er virkur næstum allt árið. Sérhvert gróðurhús hefur sitt eigið loftslag. Hita- og rakastig er mismunandi í heimagróðurhúsum, sem bjóða þar af leiðandi upp á mismunandi vaxtarmöguleika fyrir plöntur. Mitt gróðurhús er bogaplasthús með tvöföldu plasti og hefur svolitla volgru af heita pottinum, sem notar frárennslisvatn af húsinu. Yfir pottinum er állok svo gufa og ...
Úr Búnaðarbálki Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal fáum við eftirfarandi viðmið um sáningu og plöntun. Er þá fylgt ferð tunglsins gegnum stjörnumerkin, en það tekur það rúma tvo daga að ferðast gegnum hvert merki á sinni 28-29 daga hringferð. Vegvísi þarf til að rækta með hjálp mánans og stjarnanna, en gangur himintunglanna er breytilegur frá ári til árs. Sérstakt bændaalmanak sem ...
Elfting er ein af fyrstu villtu tejurtunum til að sýna sig. Klóelfting þykir best og það er auðvelt að þekkja hana frá öðrum afbrigðum allra fyrst á vorin því hún myndar kólf sem nefnist góubitill eða skollafingur, og eftir honum er hægt að setja á sig vaxtarstaðinn. Hann heitir eftir góunni þó hann komi ekki það snemma upp að jafnaði ...
Mörsugur heitir sá mánuður, sem byrjast næst vetrarsólstöðum, þá sólin kemur í steingeitarmerki. Nú er peningsrækt og innivinna helst til þarfa. Sleðafæri má nýta um þessa tíma þar sem þess þarf. (Einkum draga til grjót á frosnu landi.) Í 10. viku vetrar hleypa menn hrútum til ásauðar, nema menn hafi nóg hey og vænti eftir góðu vori, þá viku fyrr ...
Áður en flensa fer að herja og jafnvel eftir að hún er búin að stinga sér niður má gera hóstameðal með því að skræla hvítlauk – heil 24 rif og stinga niður í 250 g af hunangi. Láta standa í 7–10 daga og fara svo að borða úr krukkunni, ef hóstinn er þá ekki farinn, hunangið og hvítlaukinn saman. Það ...
Grikkir hafa varðveitt söguna af því af hverju kemur vetur. Demeter hét jarðargyðja þeirra. Hún ríkti yfir kornakrinum og hélt gróskunni við. Þó fara ekki af henni margar sögur þar til hún missti dóttur sína. Sú hét Core, en sagt var að það nafn mætti ekki nefna svo hátt að það heyrðist. Demeter tók sér aldrei eiginmann og dótturina átti ...
Á baksíðu jurtalækningakvers Erlings Filippussonar hefur Una Pétursdóttir, sem var fædd 1896, krotað þessa uppskrift:
Blóðberg – öll jurtin
Ljónslappi eða maríustakkur – blöð
Vallhumall – blöð og blóm
Silfurmura – blöð Gulmaðra – blöð og blóm
Rjúpnalauf – blöð og leggir Beitilyng – blómstrandi greinar
Jarðarberjalauf (villt) eða hrútaberjalauf
Sólberjalauf
Piparminta – blöð
Sítrónumelissa – blöð
Stjúpmæður eða þrílit fjóla (íslensk) – blöð og blóm
Morgunfrú – blöð og blóm ...
Erlendis hefur fullt tungl ákveðin nöfn breytileg eftir löndum og veðurlagi. Þessi nöfn hafa varðveist yfir tungl –Þorratungl. Góutungl, Páskatungl, Sumartungl, ..., ..., ..., ..., ..., Vetrartungl, ..., Jólatungl.
Names of full moons:
Janúar: Wolf - úlfur.
Febrúar: Snow, Quickening, Storm - snjór, flýtir, stormur - þorratungl.
Mars: Worm, Sap, Chaste – ormur, vökvi, hreinleiki – góutungl.
Apríl: Seed, Pink, Grass, Sprouting, Wind – fræ, bleikur litur, gras, frjóvgun, vindur – páskatungl.
Maí ...
Fyrir mörgum árum, þegar ég var að hnoða brauð, sem er erfitt verk, varð mér litið á hendur bónda míns, sem eru tvisvar sinnum stærri en mínar, og ég spurði hann hvort hann vildi grípa í að hnoða fyrir mig. Síðan er þetta brauðið hans en ekki mitt. Barnabörnin skriðu alltaf upp á stól, þegar þau voru lítil, og horfðu ...
Grikkir hafa varðveitt söguna af því af hverju kemur vetur. Demeter hét jarðargyðja þeirra. Hún ríkti yfir kornakrinum og hélt gróskunni við. Þó fara ekki af henni margar sögur þar til hún missti dóttur sína. Sú hét Core, en sagt var að það nafn mætti ekki nefna svo hátt að það heyrðist. Demeter tók sér aldrei eiginmann og dótturina átti ...
Erlingur Filippusson grasalæknir segir um litunarmosann: „Þennan mosa hef ég hvergi séð eða heyrt notaðan fyrr en móðir mín, Grasa-Þórunn, fór að nota hann sem lyf.“ Hún notaði litunarmosa við hjartveiki og magasári og sauð saman við njóla og horblöðku og áleit að þessi blanda væri góð við svefnleysi og róaði taugarnar.
Ævar Jóhannesson segist líka nota litunarmosa í sitt ...
Í pott eru látnir tveir bollar af vatni, 1 msk af þurrkaðri kamillu og önnur af blóðbergi, 1/2 bolli af fjallagrösum, 1 stk apótekaralakkrís og góður moli af kandís eða hunangi. Suðan látin koma upp, fjallagrösin veidd upp og látið kólna í pottinum. Sigtað og sett á flöskur og geymt á köldum stað. Takið inn eins og aðra hóstasaft ...
Segja má að pítsan sé nútímaandstæða hins gamla súrdeigsbrauðs. Hún kom, sá og sigraði, fyrst til New York á sjötta áratugnum og þá með vissum stæl, því bakararnir stóðu úti við opna sölugluggana í sumarhitunum og flöttu út deigið með því að snúa því á fingri sér svo það breiddist út fyrir áhrif miðflóttaaflsins og náði réttri stærð. Svona hafði ...
Ef við höfum munað að taka upp mestallan rabarbarann í vor, þá eigum við ný sprottna leggi núna sem hægt er að nota í sultu. Nú er vorsultan líklega búin en ef þarf að klára þá gömlu úr ísskápnum til að rýma fyrir nýrri stendur hjónabandssælan alltaf fyrir sínu. Hér er uppskrift, gömul og góð eins og hjónabönd ættu að ...
Af sjávarfangi eru sölin mest nýtt. Oft eru þau tekin á stórstraumsfjöru kringum höfuðdag og hafa þá haft sumarið til að vaxa. Sölin sveigjast fram og til baka með hverri öldu, föst á rót sinni, en þrífast þó best þar sem brim er nokkuð og þetta sífellda ról þeirra fram og aftur gefur þeim kraft. Þau gefa okkur síðan hlutdeild ...
Soðnar kartöflubollur eru kallaðar kartoffelkloesse á þýsku, dumplings á ensku, gnocchi á ítölsku. Hér er grunnuppskrift að þessum rétti en tilbrigðin eru töluvert mismunandi frá einu landi til annars, bæði varðandi innihald og suðuaðferð, og hver fjölskylda hefur sínar hefðir. Takið 3–4 stórar, mjölmiklar kartöflur og sjóðið. Músið kartöflurnar og hrærið í einu eggi, 1⁄2 bolla ...
Svo kemur að því, einn góðan haustdag, að við stöndum uppi með allt of mikið og okkur langar ekki til að frysta meira, pikla eða sulta. Við því er einfalt ráð sem hefur verið notað frá elstu tíð með góðum árangri við ámóta kringumstæður. Við sláum upp veislu. Eða gefum nágrannanum með okkur. Gnóttina er hollt að upplifa. Þegar við ...
Stilkilsberja-chutney:
1 kg stikilsber
200 g laukur
450 ml gott edik
250 g rúsínur
2 tsk salt
2 tsk engiferduft (hægt er að bjarga sér með ferska rót)
2 tsk brúnkökukrydd
175 g sykur.
Berin eru þvegin og hreinsuð og laukurinn saxaður. Ber og laukur sett í þykkbotna pott ásamt svolitlu af vatni, hitað að suðu og látið sjóða í ...
Heitir, langir sumardagar hreyfa við einhverju í genunum, einhverju ævafornu, frá þeim tíma þegar formæður okkar og feður bjuggu sunnar. Þessi órói er í ætt við Eyjahafsins bláa sjó, dökkgræn lauf og skugg– sæla lundi, brauð, vín og ólífur, hina klassísku matarþrenningu. Olían er sögð tengja þetta tvennt, brauðið og vínið. Miðjarðarhafsmenningunni lýkur þar sem ólífulundina þrýtur, segir gamall máls ...
Haustið, hvenær byrjar það? Þegar vötn og lygnar ár verða sterkblá eins og til að endurspegla trega himinsins. Þessi hausttregi minnir á sársætan söknuð konu sem er að eldast og það er gott og lífið er ljúft, en einstöku sinnum stingur upp kollinum endurminning frá munaðarfullum léttleika æskunnar. Þó maður væri heimskur þá – það var eitthvað við það.
Um haustjafndægur ...
Villisveppirnir koma að áliðnu sumri. Auðfundnastir eru furusveppir og lerkisveppir, sem eru fágætt sælgæti. Þeir vaxa í sambýli við nefnd tré, sérstaklega þau minni. Þessir sveppir mynda svampbotn undir hinu eiginlega sveppakjöti og eru bestir svo ungir að svampbotninn hefur ekki myndast, aðeins kjötið. Þeir eru fallega gulir og séu þeir þurrkaðir og settir í þéttlokaða krukku gefa þeir frá ...
Gulrætur eru dásamlegar og hægt að hafa þær ferskar í allt að átta mánuði á ári, frá júlí þegar farið er að grisja og út febrúar, ef geymslur eru góðar. Á haustin, þegar kappnóg er til, þá er freistandi að gera gulrótarsafa. Ég fékk hann fyrst fyrir fjórum áratugum í Jarðarberjakjallaranum í Kaupmannahöfn. Til þess að gera gulrótarsafa þarf að ...
Sumarsalat á Íslandi er oftast gert úr tómötum, gúrkusneiðum og blaðlauk, steinselju eða fersku kryddi og svo salatblöðum. En hjá þeim sem ekki rækta tómata eða gúrkur og vilja nota eigin framleiðslu gæti sumarsalatið verið svona: Salatblöð af ýmsu tagi, basilíkublöð, kerfill eða önnur villijurtarblöð sem enn finnast, steinselja, grisjunargulrætur, dill, síðasta næpan fínt skorin, graslaukur eða graslauksblóm og morgunfrúar- ...
Hrútaber eru alvillt og farin að láta miklu meira á sér bera. Bæði af því kjarr og skógur hefur aukist og sauðkindin nær ekki að hreinsa láglendisgróðurinn. Þau eru svolítið beisk og því betri með kjöti en með sætindum. Þau fást ekki í verslunum og það gerir þau eftirsóknarverð. Helga Sigurðar telur þau ekki með, sem sýnir að þau hafi ...
Þegar kúmenið er þroskað síðsumars hefur mér verið kennt að bíða þangað til fræið er rétt að byrja að falla úr fræhúsunum. Taka þá einn og einn knúpp eða blómkörfu, klemma hana saman með fingrunum og strjúka fræin úr fræhulstrunum niður í skál.
Kúmen er notað í brauð. Amma mín hitaði kúmen í mjólkinni, sem átti að fara í laufabrauðið ...
Ég var búin að rækta í einhver ár þegar það rann upp fyrir mér að jafn mikill tími fór í snúninga eins og í verkin sjálf. Ég var alltaf á hlaupum eftir verkfærum sem ég hafði lagt frá mér hér eða þar og gat ekki fundið aftur. Dreymdi um körfukassa eins og ég hafði séð breskar hefðarfrúr í kvikmyndum bera ...
Spergilkál
Á sumrin er best að borða það hrátt í forrétt með ídýfu eða hafa það í salat en sjóða það frekar þegar kemur fram á haustið.
Spínat
Venjulegt spínat kemur snemma á vorin, en vill hlaupa í fræ jafnvel strax í júní og það skeður hratt. Þá þýðir ekkert annað en að nota það strax, því blöðin bara minnka ...
Á hinum Norðurlöndunum ber hvönnin þetta sama nafn. Latneska heitið á ætihvönn er angelica archangelica, eða erkiengilsjurt. Hér á landi var hún gjarnan kölluð erkihvönn. Hvað norræna nafnið táknar er ekki vitað. Hallgerður Gísladóttir hefur það eftir heimildarmönnum Þjóðminjasafnsins að „rætur hvanna, sem yxu undan sól, væru sætar en ef hvönnin óx á móti sól, áttu þær að vera rammar ...
Þegar kúmenið er þroskað síðsumars hefur mér verið kennt að bíða þangað til fræið er rétt að byrja að falla úr fræhúsunum. Taka þá einn og einn knúpp eða blómkörfu, klemma hana saman með fingrunum og strjúka fræin úr fræhulstrunum niður í skál. Kúmen er notað í brauð. Amma mín hitaði kúmen í mjólkinni, sem átti að fara í laufabrauðið ...
Spínat þarf að fá góða vökvun þegar það er að vaxa og má ekki standa of þétt. Það inniheldur mikið af vítamínum og járni en líka oxalsýru og hún þykir ekki eins æskileg. Þess vegna er spínatið kreist vel eftir að það hefur verið soðið. Það er samt frábærlega gott hrátt og með dökkum púðursykri er það sælgæti. Á gróskumikil ...
Sólin og Vetrarbrautin ferðast um himingeiminn. Á meðan snúast jörðin og pláneturnar um sólina á mismunandi hraða. Eftir jafndægur á vori fer jörðin að þoka sér fram fyrir sólina eftir sínum sporbaug. Vegna möndulhallans er sumar á norðurhveli þegar jörðin er stödd fyrir framan sólina. Að vita að við erum fyrir framan sólina er svolítið eins og að fá fréttirnar ...
Framan af sumri er gaman að fylgjast með blómunum. Snemma koma hófsóleyjar í skurðbakka og votlendi. Svo birtast fífla-, sóleyja- og súrubreiður í túnum og móum. Lúpínan málar melana bláa. Kúmen og kerfilplöntur veifa hvítum blómunum hátt yfir lágvaxnari gróðri. Og það er eitthvað sérstakt við mjúk-fjólubláa litinn á hrafnaklukkunni. Seint í júní má fara að líta eftir gleym-mér-ei og ...
Sumargrænmetið hefur sætari keim, bragðlaukarnir búnir að fá nóg af beiskjunni enda margt nýtt að finna. Sumarbragðið finnst á fyrstu fljótsprottnu kartöflunum sem dekrað var við og kannski spergilkálsplöntu eða gulrót, sem þarf að grisja. Svo koma baunir eða kúrbítur úr gróðurskála, tómatar og gúrkur, allt eftir því hverju hefur verið plantað á hverjum bæ. Salatið er fullsprottið og ...
Valurt er innflutt, þó hún sé búin að fá hér ríkisfang. Hún vex nánast hjálparlaust en er þó ekki villt. Hún var þekkt lækningajurt meðal Grikkja og rómverskum hermönnum var kennt að nota hana til að lækna sár og láta bein-brot gróa. Hún gengur undir nafninu comfrey á ensku en valurt gæti verið komið af sögninni að vella, vegna þess ...
Dásamlegt krydd, en hefur eins og margt annað tilhneigingu til að spretta snemma úr sér. Því er gott ef hægt er að sá því tvisvar, fyrst snemma á vorin og svo aftur í júní. Dill er svo fínlegt að það er mjög auðvelt að þurrka það til vetrarins. Það er ekki bragðsterkt þurrkað, en rækti maður það sjálfur er sjálfsagt ...
Það er frumstæð tegund og auðveldara að rækta það heldur en aðrar káltegundir og það kemur fyrr upp. Grænkál er bragðgott og mikilvægt að temja sér að borða það hrátt. Ég stífi það úr hnefa í hvert sinn sem ég geng um garðinn til að fá mótvægi gegn miðdegiskaffibollanum. Þessi sterkgræna jurt er nauðsynleg í fæðubúskapnum og auðugri en annað ...
Söfnun jurta
Um söfnun jurta gildir það sama og annars staðar í lífinu. Ef ég hrifsa harkalega í jurtirnar og ríf þær, af því ég er ergileg eða hef ekki meðferðis brúkleg verkfæri, finn ég að mér líður illa og ég fer að afsaka við þær meðferðina og reyna að vanda mig og hætta að flýta mér. Það þarf ...
Sé það nefnt að leggja sér arfa til munns þá er gjarnan glott við tönn og gefið í skyn að ætíð sé nú nóg af honum. Þetta er alger misskilningur. Júní er mánuðurinn þegar arfinn er blaðmikill og safaríkur og þá er sjálfsagt að láta hann ekki ganga sér úr greipum. Eftir það fer hann að mynda fræ og er ...
Þegar áliðið er sumars kemur fyrir að rígfullorðnir karlmenn, sem eru í heimsókn og hafa rölt út í garð, koma inn með undirfurðulegan sælusvip og hendurnar fyrir aftan bak. Síðan játa þeir á sig ómótstæðilegan rófnaþjófnað. Þetta verður til þess að ég fer að líta eftir rófunum, sem sáu mest um sig sjálfar. Byrjandi trénun eða maðkur geta valdið því ...
Klettasalat
Þetta er ný tegund hér á landi, sem heitir rúkkoló, en íslenska nafngiftin virðist ætla að halda. Það nýtur vaxandi vinsælda enda auðræktanlegt og furðulegt að það skuli ekki hafa borist hingað fyrr. Klettasalat vex nánast villt við Miðjarðarhafið árið um kring. Það vex vel bæði úti og inni, kemur snemma upp en hleypur líka snemma í fræ. Lengi ...
Þau litlu villtu eru sætust en erfitt að ná miklu af þeim. Stóru jarðarberin eru algengari. Þau vaxa ágætlega hjá okkur, bæði úti, ef þeim er skýlt svolítið, og inni ef þau fá pláss þar. Margir hirða ekki um að klípa af jarðstönglana, sem eru þó taldir draga kraft úr plöntunni. Af jarðstönglunum má auðvitað fá nýjar plöntur en þær ...
Grænkál
Það er frumstæð tegund og auðveldara að rækta það heldur en aðrar káltegundir og það kemur fyrr upp. Grænkál er bragðgott og mikilvægt að temja sér að borða það hrátt. Ég stífi það úr hnefa í hvert sinn sem ég geng um garðinn til að fá mótvægi gegn miðdegiskaffibollanum. Þessi sterkgræna jurt er nauðsynleg í fæðubúskapnum og auðugri en ...
Steinselja er mikið notuð hrá, til skrauts og í salöt en einnig má nota hana til bragðbætis í flesta rétti. Hún fer vel bæði með kjöti og fiski. Nú er hægt að fá fjölbreyttari tegundir fræja. Stórvaxin steinselja með slétt blöð kemur fyrr upp en sú hrokkna, sem er afar lengi að spíra og vex hægt en er dugleg þegar ...
Einstakar urtaveigar eru gerðar úr einstökum hlutum jurta eða allri plöntunni. Það var Paracelsus (1493–1541) sem auðgaði lyfjasafn lækna „með því hann leitaðist við að ná til hins virka kjarna ýmissa lyfjaefna, einkum jurta með því að gera úr þeim vínandaseyði“. Við erum því að öðlast svolitla hlutdeild í leyndardómum gullgerðarlistarinnar með gerð urtaveiga því margt af því sem ...
Á vorin er gnótt af grænum blöðum, villtum og ræktuðum. Þegar líður að sumri fara radísurnar, morgunfrúarblöðin, kúrbítsblómin og síðan tómatarnir að setja gulan og rauðan svip á matarborðið og með haustinu koma svo berin með höfugri liti og meira út í blátt. Fæðan hefur alla liti regnbogans og það má vinna með litunum á ýmsa vegu. Ein leiðin er ...
Frá Dolmadakiu í Grikklandi kemur uppskrift að fyllingu sem er vafin í vínviðarlauf og soðin. Á þessum rétti er gott að spreyta sig við sérstaklega hátíðleg tækifæri enda er hann talinn til þeirrar fæðu sem hæfi sjálfum guðunum.
3/4 bolli stutt hrísgrjón 1/4 bolli furuhnetur vorlaukur, graslaukur eða blaðlaukur fínt hakkaður væn teskeið af fínsaxaðri steinselju og önnur ...
Það er árleg hátíð þegar fyrstu ræktuðu jurtirnar eru teknar inn, jafnvel þótt það séu aðeins blaðbroddar. Þeir stækka fljótt. Þann 12. maí 2002 hef ég skrifað hjá mér: – Búið að vera heldur kalt og oft næturfrost. Skrýtið að vera að rækta úti í frostinu. Ég tíndi úr gróðurhúsinu sellerístilka, steinselju og blaðbeðju frá í fyrra, sem allt var að ...
Kartöflur [Solanum tuberosum].
Íslensku afbrigðin (yrkin) eru þrjú; rauðar íslenskar, gular íslenskar og bláar íslenskar.
Vaxtarrými: 33X33cm
Dýpt: Fer eftir yrki, 5-10 cm
Gróðursetning: Maí
Uppskera: Ágúst-september
Kartöflugrös eru viðkvæm og falla við fyrsta frost. Talið er þó að kartöflurnar sjálfar geti þroskast í moldinni í eina tíu daga eftir að grösin eru fallin svo það er engin ástæða til ...
Séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal og séra Bjarni Arngrímsson á Melum reyndu að gera mánuðina aðengilegri í lestrarkveri fyrir börn.
- Januarius, eða miðsvetrarmánuður...hann hálfnar veturinn. Fyrra part þess mánaðar er brundtími sauðfjár.
- Februarius, eða föstuinngangsmánuður...þá búa karlmenn sig til fiskveiða á verstöðum.
- Martius, eða jafndægurmánuður...nú er vertíð við sjó og vorið byrjað.
- Aprílio, eða sumarmánuður...þá byrjar ...
Þar um bil byrjar sumar er sólin kemur í tarfsmerki ... kallaður gauksmánuður eða Harpa. Nú er sáðtími í fyrsta lagi í kalda jörð með því móti að vorgott sé. Og er þá betra að sá litlu salti með snemmsánu fræi eða að vökva um sinn með saltlegi eða sjóvatni. Það ver nokkuð kulda, ofþurki og líka kálormum. Frostlaus snjór, ofan ...
Stundum, þegar tími hefur ekki unnist til að fara út í garðinn eða það er vetur og við erum hugmynda- eða ráðalaus fyrir kvöldmatinn, þá hjálpar að taka pott út úr skápnum, láta hann á eldavélina og sjá hvort hann talar til okkar. Panna eða þungur steypujárnspottur kallar á aðra hugsun og önnur viðbrögð heldur en lítill, léttur stálpottur, sem ...
Radísa – rót – fljótspírandi
Sáning:
Sá inni frá mars og fram í apríl – sá úti frá miðjum apríl og fram að júlí. Sá oft t.d með tveggja-þriggja vikna millibili en ekki miklu í einu. Má sá á milli raða annarra plantna sem eru seinsprottnar eins og gulrætur. Radísur ýta hver annarri frá og þarf ekki mikið að grisja enda þægilegt ...
Góð villijurtavorsósa er gerð þannig að maður tekur lauk og hvítlauk og grænan vorlauk t.d. blöðin af perlulauk ef hann er til í skála eða skjóli einhvers staðar og lætur þetta meirna í góðri olíu á pönnu. Svo bætir maður út í tveimur lúkufyllum af fínt söxuðum, snemmsprottnum villijurtum. Það má vera nánast hvað sem er. Jafnvel örlítið af ...
„Finndu stystu leiðina milli moldar, handa og munns“, er haft eftir Lanza Del Vasto, ítölskum heimspekingi, ljóðskáldi og friðarsinna sem fæddur var árið 1901 og sem náði að dvelja með Mahatma Gandi og er oft kallaður fyrsti vestræni lærisveinn hans.
Þessi kenning er að ná eyrum fólks á Íslandi. Við erum meðvitaðri nú um að best er að fæðan verði ...
Heit bolla með krossi eða hot cross bun, segir í enskri barnaþulu. Ég hef alltaf séð fyrir mér að kross væri ristur í deigið á bolludagsbollurnar og þær borðaðar ný bakaðar og heitar. Bátakökurnar frönsku styrktu þessa trú mína. Kyndilmessan 2. febrúar er haldin til að minnast þess að sól er farin að hækka á lofti. Hún er ein af ...
Te er einkum gert af blöðum og blómum plantna. Þá er hellt yfir jurtirnar sjóðandi vatni og látið trekkja svolitla stund. Betra er þó að láta vatnið ekki vera bullsjóðandi því þá tapast sumar af rokgjörnum olíum blómanna. Af þurrkuðum jurtum má nota 1 tsk fyrir hvern bolla en þrefalt meira af ferskum jurtum. Ef te á að notast sem ...
Gulrót – rótar – dæmi um seinspírandi plöntu
Sáning:
Sá fyrir innirækt frá febrúar til apríl – sá úti frá miðjum apríl og fram að júní. Gulrótum er sáð beint á vaxtarstað. Það er góður siður við rótarávexti yfirleitt.
Aukaatriði:
Hægt er flýta fyrir spírun gulróta með því að setja fræin í bleyti í einn til tvo sólarhringa og þá er spírutími þeirra ...
Af hverju að gera það einfalt ef hægt er að gera það flókið – segir þýskt máltæki. Þegar hráefnið er ferskt er engin ástæða til að elda flókna rétti. Þeir bæta engu við það sem fyrir er og oft er best að borða grænmetið hrátt. Nóg að gufusjóða það sem ekki á að vera hrátt og bæta við salti og góðri ...
Sumir kokkar segja að aldrei sé hægt að nota of mikið af engiferrót eða hvítlauk og víst er hvort tveggja hollt. Gott er að hita sneiðar af engiferrót og sítrónum í vatni og drekka við kvefi. Þett er heilnæmur drykkur og þægilegur ef hita þarf eitthvað handa mörgum, t.d. á námskeiðum.
Hann má vera annaðhvort heitur eða volgur og ...
Kartöflur að hætti Parísarkvenna eru soðnar á pönnunni og hafa fínlegt bragð. Nokkar kartöflur eru skornar í þunnar sneiðar. Á stórri pönnu er laukur látinn meyrna í olíu eða fitu. Þá er kartöflunum bætt í og salti og kryddkvisti bouquet garni úr timjan, steinselju og lárviðarlaufi. Timjankvisturinn á að vera umvafinn steinseljunni. Svolítið vatn kemur einnig á pönnuna ...
Fáar fæðutegundir eru svo fullkomnar einar og sér eins og soðnar kartöflur og þess vegna standa þær svo nærri hjarta hinnar sönnu eldamennsku. Samt gefa þær bragð öllu því sem þær komast í snertingu við. Þetta gerir að verkum að þær eru ómissandi í bragðflórunni.
Bestar eru rauðar kartöflur, hvorki of litlar eða of stórar, sem hafa þroskast hæfilega. Þær ...
Náttúran birtir nú sjöunda sáðalmanak ársins 2012 en Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.
Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum ...
Náttúran birtir nú sjötta sáðalmanak ársins 2012 en Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.
Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum ...
Náttúran birtir nú fimmta sáðalmanak ársins 2012 en Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.
Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.
Dagur ...
Náttúran birtir nú fjórða sáðalmanak ársins 2012 en Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti tekur saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar.
Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ári. Höfuðáhrifin eru frá tunglinu, eftir því hvernig það stendur gagnvart stjörnumerkjum dýrahringsins.
Dagur ...
Margir segja að fyrsta árið eða fyrstu árin sem þeir ræktuðu kartöflur hafi þeir fengið þessa líka fínu uppskeru og síðan ekki söguna meir. Þarna hafa sáðskipti mikið að segja. En það er fleira sem getur gert kartöfluræktandanum gramt í geði svo sem:
- Of mikill ofanvöxtur á blöðum – athuga þá áburðargjöf
- Stöngulsýki – taka plöntuna burt úr beðinu
- Kartöflumygla – orsakast af ...
Náttúran birtir nú þriðja sáðalmanakið fyrir árið 2012 en Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti tók saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar í fyrra og heldur áfram að taka þau saman fyrir okkur í ár.
Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ...
Náttúran birtir nú annað sáðalmanak fyrir árið 2012 en Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti tók saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar í fyrra og heldur áfram að taka þau saman fyrir okkur í ár.
Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á hverju ...
Fyrsta sáðalmanak fyrir árið 2012 lítur nú dagsins ljós en Guðfinnur Jakobsson í Skaftholti tók saman efni í sáðalmanök Náttúrunnar í fyrra og heldur áfram að taka þau saman fyrir okkur í ár.
Efnið er unnið úr sáðalmanaki Maríu Thun, en hún hefur fengist við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak á ...
Af pönnukartöflum þekkja Íslendingar þær einna best. Danir höfðu auðvelt aðgengi að sykri frá nýlendu sinni í Karabíska hafinu og þessi réttur er áreiðanlegur danskur. Þá þarf þéttar, fremur litlar kartöflur, sem eru soðnar með hýðinu, skrældar og þeim velt upp úr karamellusykri. Á móti 1 kg af litlum, soðnum og flysjuðum kartöflum eru notaðar ...
Kartöflueggjakaka er ágæt þegar nokkrar kartöflur hafa gengið af, ef þær eru nægilega bragðgóðar.
Kartöflurnar eru skornar niður og settar á pönnu með söxuðum lauk, salti og pipar og brúnað létt þangað til laukurinn er meyr. 3–4 eggjum er slegið saman með 2 msk af mjólk. Þessu hellt yfir kartöflurnar og hitað þangað til eggin eru hlaupin ...
Það eru ræturnar sem sóst er eftir. Þær eru sterkar og barkandi á bragðið og fara afar vel með vatnafiski. Þær má grafa upp frá því á vorin og fram á haust en það getur verið svolítið erfitt að finna hvernig þær liggja í moldinni og þarf að leita fyrir sér.
Piparrótarsósa
Nýuppgrafin rótin er þvegin og hreinsuð vandlega ...
Bræðið 2 msk af smjöri á stórri pönnu. Raðið þar á hráum kartöflusneiðum í 2−3 lög. Stráið yfir hvert þeirra salti, pipar og smjörklípum. Setjið lok á pönnuna og látið malla í 15 mínútur. Takið lokið af og haldið áfram að elda uns kartöflurnar eru brúnar og stökkar að neðan. Kryddið með ...
Skerið 2–3 stórar kartöflur í þunnar sneiðar. Steikið svo fjórar sneiðar af beikoni á stórri pönnu og setjið til hliðar. Látið fínt skorinn lauk í fituna og brúnið smávegis. Bætið kartöflunum út í og hrærið stöðugt í með breiðum spaða. Saltið svolítið og snúið og steikið. Bætið við olíu ef kartöflurnar ætla að fara ...
Svissneskt rösti var upprunalega morgunverður svissneskra bænda og er gert á mismunandi hátt eftir héruðum. Sagt er að nóg sé að spyrja – hvernig gerir þú rösti – til að komast að því úr hvaða landshluta viðkomandi kemur.
Fyrsta uppskrift af kartöflurétti á Vesturlöndum er trúlega úr svissneskri kokkabók frá árinu 1596, eftir konu nokkra, og þar er ...
Takið 500 g af gróft niðurrifnum kartöflum með skinni eða án. Reynið að áta vökvann síga sem mest frá jafnvel með því að kreista kartöflurnar létt í hreinum klút. Bætið út í ögn af hveiti og salti svo allt hangi saman. Setjið beikon eða aðra feiti á stóra pönnu. Skellið kartöflumassanum á pönnuna og látið malla ...
Kartöfluþýskararnir í Danmörku ristuðu smáar kartöflur í salti á þungri pönnu. Þetta getur verið gaman að gera uppi í sumarbústað á kabyssunni á haustin þegar verið er að taka upp. Frakkar steikja nýtt smælki í fitu á pönnu þangað til það er gulbrúnt og bakað í gegn.
„Það er líka ljúffeng fæða að steikja þau (jarðeplin ...
Árleg jurtaveisla Kirstbjargar Kristmundsdóttur og Hildar Hákonardóttur verður haldin í Heiðmörk hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur að Elliðavatni, helgina 18. og 19. júní.
Kristbjörg kennir laugardag frá kl. 10:00 til 17:00 og fjallar um lækningajurtir Heiðmerkur og meðferð þeirra.
Hildur kennir sunnudag frá kl. 10:00 til 15.00 um villtar jurtir sem hægt er að nota í matargerð.
Skráning ...
Oftast liggur í augum uppi hvað eru rætur, blaðplöntur, ávextir og blóm en hér skulu talin upp nokkur atriði sem geta vafist fyrir okkur. Upplýsingarnar eru úr Havebog Maríu Thun.
- Til rótarplantna teljast líka sellerí, hnúðsellerí, kálrabi eða pastinaka og laukar.
- Til blaðplantna teljast hnúðfennel, aspargus, rósakál og blómkál.
- Til blómplantna teljast blómplöntur þó þær vaxi upp af laukum og ...
Í dag hefst einmánuður en hann hefst þriðjudag í 22. viku vetrar. Svo segir í Riti Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal* um einmánuð:
„Einmánuður er ferð sólar gegnum hrútsmerki og byrjar hann nálægt jafndægrum. Sé vorgott er nú hentugur tími að stífla vatn, sem veitast skal yfir land svo vatnið standi þar á meðan vorleysing er mest. Því það grugg, sem ...
Góa heitir sá mánuður nær sól er á hlaupi um fiskamerki. Nú er sama að vinna og varast og á þorra. Nú koma þeir stórstraumar, sem kallast góuginur. (Stórstraumsfjörur sem eru bestar til skeljatöku.) Þá er skeljafiskatekja hægust og best tittlingaveiði, sem þá eru feitari en með smástraumi. Líka er nú góður tími til rjúpnaveiða. Um þessar mundir bæta menn ...
Stærsti handverksmarkaður heims opnar í Torino á Ítalíu í sambandi við Alþjóðlegu Slow Food ráðstefnuna Terra Madre á miðvikudaginn 3. nóvember. Markaðurinn sem er kallaður Salone del Gusto, gefur ráðstefnugestum tækifæri til að kanna sambandið sem er á milli matar, staðar og menningar og veitir sjaldgæft tækifæri fyrir bændur og handverksfólk, fræðimenn og matreiðendur, víngæðinga og nýgræðinga til að hittast ...
Um helgina átti sér stað merkilegur atburður þegar hópur fólks fékk að fylgjast með lífhvatagerð í Skaftholti í Þjórsárdal.
Hvatarnir eru flestir gerðir úr þurrkuðum blómum eða berki. Jurtunum er komið fyrir í innyflum, horni og hauskúpu jórturdýra sem síðan eru grafin í jörðu og látin liggja þar yfir veturinn. Minnir þetta um margt á alkemíu og fornan galdraseyð enda ...
Alþjóðlegi eldhúsgarðsdagurinn er 22 ágúst. Hann var upphaflega andsvar við alþjóðlegum amerískum skyndibitadegi. Hvernig haldið er upp á eldhúsgarðsdaginn er æði misjafnt. Sumir kjósa opinberar uppákomur meðan aðrir vilja hitta vini eða vandamenn í görðum sínum og gera sér glaðan dag.
Hér koma þó nokkrar uppástungur um hvað hægt er að gera:
- efna til eða fara í göngutúr um garða ...
Sá er heppinn sem lært hefur að þekkja reyrgresi og veit um stað þar sem það vex og þá oft í stórum breiðum. Þrátt fyrir nafnið ilmar reyrgresið sterkar en hinn eiginlegi ilmreyr. Lyktin kemur fyrst fram við þurrkun. Besta ráðið til að þekkja grösin að er að merkja hvar þau finnast, taka myndir eða teikna og skrifa í vasabókina ...
Þegar frost er farið úr jörðu þarf að bíða þangað til að moldin nær að verða 5-7 stiga heit annars spíra fræin ekki. Sumir setja áburð í beðin á haustin og breiða svart plast yfir, þá hitnar moldin fyrr. Stundum finnast kartöflur frá fyrra ári þegar stungið er upp eða smáfíflar sem hægt er að steikja á pönnu, bæði blöðin ...
Á vorin er gott að safna jurtum í te og seyði. Á sumrin má búa til úr þeim olíur, tinktúrur, krem, ilmsápur, jurtapúða og augnhlífar. Eins má leyfa jurtunum að státa sínu fegursta ósnertum og ljósmynda þær, teikna þær og merkja inn vaxtarstaði. Það má yrkja um þær ljóð og það er afar gefandi að hugleiða á jurtirnar og biðja ...
Kartöflugrös eru viðkvæm og falla við fyrsta frost. Talið er þó að kartöflurnar sjálfar geti þroskast í moldinni í eina tíu daga eftir að grösin eru fallin svo það er engin ástæða til að óttast. Sumir þurrka kartöflurnar úti, en þó ekki beint í sól, og geyma síðan óþvegnar, en helst í kulda. Aðrir þvo kartöflurnar, þurrka og láta í ...
Rabbabarasulta: 1 kg rabbabari, 800 gr hrásykur. Rabbabarinn er settur í pott og sykurinn ofan á og látinn standa þar til sykurinn er bráðnaður að mestu. Sultan á svo að sjóða við vægan hita þar til hún fer að dökkna. Hrærðu af og til í pottinum. Eftir því sem hún sýður lengur verður hún dekkri og þykkari. Bláberjasulta: 500g bláber ...
Berjaflóran er alltaf að aukast með hlýnun loftslagsins. Ef ekki í villtri náttúrunni þá í görðunum. Skjólið leyfir okkur að reyna við hindber og stikilsber, bláberjarunna og sólber sem gefa mikið af sér og stór matarmikil jarðarber. Því sem ekki er hægt að torga af berjum, það má frysta. Velta berjunum upp úr svolitlum sykri milli tveggja skála og lausfrysta ...
Sveppir eru dularfullar lífverur og eiginlega þarf sveppatínslumaðurinn að komast í andlega snertingu við sveppina. Sveppir vaxa ekki bara si svona heldur í sambýli við annan gróður. Sveppir með svampbotni þykja bestir matsveppir hér á landi. Lerki- og furusveppir eru auðfundnastir og áhættuminnstir fyrir byrjendur og auðvelt að þekkja vaxtarstaði þeirra. Þegar nóg er af sveppum má henda stilk og ...
Á haustin má finna jurtir í te eða seyði þó blómgunartíminn sé liðinn hjá. Í náttúrunni blómstrar beitilyngið ævinlega seint og aðrar lyngtegundir eru fínar líka birkilauf og víðibörkur. Ágætt er að leita eftir rjúpnalaufi og aðalbláberjalyngi. Í garðinum er sjálfsagt að koma sér upp piparmyntu sem er seinvaxin. Morgunfrú, kamilla og valurt sem hefur verið klippt ofan af um ...
Reynirinn er helgasta tré landsins og sé mikið um reyniber og þau dökkrauð táknar það harðan vetur. Einirinn er einnig helgur og tengist sólstöðum. Ef einir er brenndur í húsi hreinsast andrúmsloftið. Ekki má hafa reyni í skip nema einir sé þar einnig. Birkið er sótthreinsandi og því er það notað til að hýða sig með í gufuböðum. Furan er ...
Á löngum köldum vetrum vill kvef oft staldra lengi við og angra okkur. Gott ráð við þrálátu kvefi er að skera nokkrar lauksneiðar og setja á disk og leyfa þeim að vera á náttborðinu yfir nóttina.
Hvítlaukur er mikið notaður sem lækningajurt. Eyrnabólgur má oft lækna með því að setja sneiðar af hvítlauk í grisju og leggja við eyrun. Hvítlaukur ...
Íslendingar rækta nú fjölbreytilegar kartöflutegundir í meira mæli en áður.
Blálandsdrottningin er lifnuð af þyrnirósasvefni sínum og búin að eignast marga félaga.
Mynd: Kartöfluyrki úr uppskeru Hildar Hákonardóttur. Eftir klukkunni (byrja á 1) - 4 íslenskar genabanka gular, 6 rauðar úr íslenska genabankanum, bláar úr útsæðið frá Ferjubakka í Flóa, gullauga úr keyptu útsæði, dökk bláar frá Áshóli í Grþtubakkahreppi, rauðar ...
Vínber þroskast ekki úti hér á landi. Þegar sjónvarpskonan Sigríður Arnardóttir sá vínberin í gróðurhúsinu mínu minntist hún annarrar heimsóknar, til Telmu Ingvarsdóttur í Austurríki. Þar sem þær sátu og spjölluðu hafði Telma fært henni ferskan, heimapressaðan vínberjasafa. Þegar svo leið á daginn og viðtalið var vel á veg komið opnaði Telma kampavínsflösku og bætti út í safann þeim til ...
Ef við höfum náð að sá fleiri en einni salattegund eða sáð á mismunandi tímum er líklegt að við eigum salat úti í garði alveg fram að frosti. Höfuðsalat er yfirleitt vaxið úr sér þegar kemur vel fram í ágústmánuð, hausarnir farnir að rotna innan frá og orðnir ólystugir. Það borgar sig því að hugsa um salatið yfir sumarið, taka ...
Rófur uxu hér á landi áður en kartöflur komu til sögunnar. Þær eru vinsælli hér en í mörgum öðrum löndum. Rófur, sem kálið hefur verið skorið af, geymast á köldum stað langt fram eftir vetri. Manngerðu sandsteinshellarnir á Suðurlandi eru fínar grænmetisgeymslur. Þaðan koma þær bestu á vorin, eins og þær hafi verið teknar upp í gær. Rófur eru góðar ...
Vínguðinn Díoný sus átti erfitt í æsku. Seifur eignaðist hann með gyðjunni Semele en Hera fyrirgaf ekki framhjáhaldið og gerði stráknum allt til miska. Amma hans, Rea móðir Seifs, reyndist honum þó vel. Díoný sus uppgötvaði vínið og eftir það gerði Hera hann vitstola. Þá tók hann að ferðast vítt um veröldina, allt til Indlands og aftur heim. Ferðir hans ...
Haustið, hvenær byrjar það? Þegar vötn og lygnar ár verða sterkblá eins og til að endurspegla trega himinsins. Þessi hausttregi minnir á sársætan söknuð konu sem er að eldast og það er gott og lífið er ljúft, en einstöku sinnum stingur upp kollinum endurminning frá munaðarfullum léttleika æskunnar. Þó maður væri heimskur þá – það var eitthvað við það. Um haustjafndægur ...
Skessujurt [Levisticum officinale, e. lovage] er nú að vakna til lifsins og verður orðin mannhæðarhá áður en langt um líður. Jurtina má strax byrja að nota sem súpujurt og jurtakraft og þegar líður á sumarið er tilvalið að skera hana niður og þurrka til vetrarins.
Í bókinni Ætigarðurinn - handbók grasnytjungsins efir Hildi Hákonardóttur segir: „Skessujurt var uppnefnd maggí-súpujurtin, því fyrirtækið ...
Haustið
Haustið, hvenær byrjar það? Þegar vötn og lygnar ár verða sterkblá eins og til að endurspegla trega himinsins. Þessi hausttregi minnir á sársætan söknuð konu sem er að eldast og það er gott og lífið er ljúft, en einstöku sinnum stingur upp kollinum endurminning frá munaðarfullum léttleika æskunnar. Þó maður væri heimskur þá – það var eitthvað við það. Um ...
Í huga garðyrkjumannsins og safnarans spannar vorið tímabilið frá jafndægrum til 17. júní. Þó verður það aldrei neglt niður eftir almanaki. Veðráttan segir mest til um hvort vorar seint eða snemma og vorið er því ástand ekki síður en ákveðið tímabil. Til að hafa reglu á lífi sínu, og geta svarað vinum og fjölskyldu varðandi ferðalög og aðrar áætlanir, er ...
Í tilefni endurútgáfu bókarinnar Ætigarðurinn - handbók grasnytjungsins eftir Hildi Hákonardóttur verður höfundurinn með leiðsögn í Viðey laugardaginn 19. ágúst. Ætigarðurinn seldist upp á tæpu ári. Aðspurð um tilhögun ferðarinnar sagði Hildur „Það þarf ekki að panta í Viðey, bara koma. Það verða þrjár ferðir í Viðey 2:30 - 3:30 - 4:30 og við ætlum að tala um þetta sem ...
Ætigarðurinn – handbók grasnytjungsins eftir Hildi Hákonardóttur veflistakonu er stórglæsileg, rúmlega 200 blaðsíður, skreytt ljósmyndum og teikningum eftir höfundinn, bókin er í mjúku bandi, þægileg í notkun.
Um þessar mundir er gríðarlegur áhugi fyrir ræktun og hollum lífsháttum. Þessi bók hittir í mark hjá öllum þeim sem vilja rækta garðinn sinn og hlúa um leið að líkama og sál. Hildur sinnir ...