Skilagjald fyrir einnota drykkjarumbúðir er 50 til 357 prósentum hærra í Danmörku en hér á landi, þar sem gjaldið er 14 krónur. Skilagjaldið hér á að hækka með neysluvísitölu og mun væntanlega hækka um eina krónu á næstunni.
Íslendingar eru duglegir við að skila inn einnota umbúðum en um 90 prósent einnota umbúða skila sér til Endurvinnslunnar ár hvert. Skilagjaldið ...
Efni frá höfundi
Vísir.is 13
Skilagjald 357 prósentum hærra í Danmörku en á Íslandi 07/24/2013
Skilagjald fyrir einnota drykkjarumbúðir er 50 til 357 prósentum hærra í Danmörku en hér á landi, þar sem gjaldið er 14 krónur. Skilagjaldið hér á að hækka með neysluvísitölu og mun væntanlega hækka um eina krónu á næstunni.
Íslendingar eru duglegir við að skila inn einnota umbúðum en um 90 prósent einnota umbúða skila sér til Endurvinnslunnar ár hvert. Skilagjaldið á Íslandi er 14 krónur en í Danmörku er það allt frá tuttugu og einni krónu upp í sextíu og ...
Hráfæðiskokkurinn Sólveig Eiríksdóttir, eða Solla eins og hún er kölluð, fór með sigur af hólmi í keppni hráfæðismatreiðslumanna annað árið í röð. Solla, sem var tilnefnd í tveimur flokkum, "BEST of RAW Gourmet Chef" og líka í "Best RAW Simple Chef" sigraði báða flokkana. Valið fór fram á netinu.
"TAKK ♥ TAKK ♥ TAKK allir fyrir stuðninginn!!! Þið eruð FRÁBÆR ♥ Ég vann ...
Reykjavíkurborg hefur sett upp sérstök umferðarljós fyrir hjólafólk á sex stöðum á nýrri hjólaleið frá Hlemmi að Elliðaám. Fyrstu ljósin verða gangsett í dag en þau eru yfir Sæbrautina við Súðavog og eru umferðarstýrð.
Hin umferðarljósin eru tímastillt en þau eru við Engjaveg, Katrínartún, Nóatún, Kringlumýrarbraut og Reykjaveg.
Að öðru leyti virka umferðarljósin eins og önnur slík en skera sig ...
Neytendasamtökin krefjast þess að reglugerð um merkingar á matvælum verði hert og eftirfylgni bætt. Ítrekaðar kvartanir hafa borist samtökunum og þá sérstaklega vegna vanmerkinga á genabreyttum matvælum. Talsvert hefur einnig verið kvartað yfir viðbættu vatni í kjöti og fiski.
Frá byrjun árs 2012 hefur verið skylt að merkja matvæli sem innihalda erfðabreytt efni en svo virðist sem því hafi ekki ...
Á fundi embættismannanefndar Norðurskautsráðsins, sem fram fer í Haparanda í Norður-Svíþjóð í dag, var Magnús Jóhannesson valinn framkvæmdastjóri fastaskrifstofu ráðsins sem stofna á í Tromsø Noregi á næsta ári.
Gert er ráð fyrir að Magnús hefji störf í febrúar á næsta ári en hann var valinn úr hópi 36 umsækjenda frá sjö af átta aðildarríkjum Norðurskautsráðsins. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu ...
Í viðtali í þættinum Klinkinu á Stöð2 vegna útkomu bókar sinnar „Við stöndum á tímamótum“ segir Magnús Orri Scram að umhverfisstefna gæti verið besta atvinnustefnan. Að óspillt náttúra gæti verið meira virði en ávinningur af eyðileggingu náttúrunnar vegna virkjana. Þessu hefur vissulega verið haldið fram af öðrum en þeirri urmæðu iðulega verið drepið á dreif sem rómantískum hippa draumórum. Páll ...
Framkvæmdir við niðurdælingu vatns frá Hellisheiðarvirkjun, sem leysti úr læðingi jarðhræringar við Húsmúla á Hengilssvæðinu haustið 2011 eru sagðar hafa verið illa undirbúnar og unnar. Þetta kemur fram í skýrslu sérfræðinga sem unnin var fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Í skýrslunni segir að jarðskjálftar vegna framkvæmdarinnar hafi komið á óvart og vakið um tíma kvíði og tortryggni hjá Hvergerðingum. Fyrstu viðbrögð hafi ...
Ungur uppfinningamaður hefur hannað vindmyllu sem hentar vel fyrir sumarbústaði. Myllan kemur á markað snemma á næsta ári.
Sæþór Ásgeirsson er að ljúka meistaranámi í vélaverkfræði. Meðfram náminu hefur hann hannað og smíðað vindmyllu sem nýtist sérstaklega vel á sumarbústöðum. Hann segir að um fimmtíu til sextíu fermetra bústaður eyði um átta til tólfþúsund kílóvattsstundum af rafmagni á ári. Vindmyllan ...
Reykjavíkurborg er tilbúin að veita nokkrum háskólanemum leyfi til að koma sjö hjólaleigustöðvum fyrir víðsvegar um borgina.
Nokkrir nemendur við Háskólann í Reykjavík unnu að verkefni í nýsköpunaráfanga í vor þar sem markmiðið var að meta hvort að hjólaleiga, líkt og er til staðar í mörgum stórborgum, væri raunhæfur möguleiki hér á landi.
„Þetta ætti algjörlega að vera raunhæft. Með ...
Fréttablaðið birti þann 8. maí sl. grein um framleiðslu ísraelska fyrirtækisins Protalix Biotherapeutics á lyfi úr erfðabreyttum plöntufrumum. Því miður veita staðhæfingar í greininni ranga mynd af framleiðsluaðferð Protalix og gefa til kynna að íslenska fyrirtækið Orf Líftækni framleiði erfðabreytt lyfjaprótein með sömu aðferðum og Protalix. Í greininni segir að Protalix sé „fyrst í heiminum til að koma á markað ...
Geimferðastofnun Bandaríkjanna birti nýja gervitunglamynd af Jörðinni í gær. Upplausn ljósmyndarinnar er mikil og sýnir jörðina í áður óséðu ljósi.
Það var Suomi NPP gervitunglið sem náði myndinni. Gervitunglinu var skotið á loft seint á síðasta ári. Því er ætlað að fylgjast með og rannsaka veðurfar jarðarinnar.Myndin er kölluð „Blue Marble 2012" og er það vísun í ljósmynd sem ...
Umhverfisvæn steinsteypa sem Ólafur H. Wallevik prófessor hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og erlendir samstarfsaðilar hafa þróað hefur vakið mikla athygli á Heimsþingi hreinnar orku sem nú stendur yfir í Abu Dhabi.
Kolefnisspor nýju steypunnar er aðeins rétt um fjórðungur þess sem önnur steypa af sama styrkleikaflokki hefur.
Íslenskt kísilryk frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga er megin bindiefnið sem gerir það að verkum ...
Landsbankinn veitti í dag 5 milljónir króna í umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði bankans en að þessu sinni voru veittir 17 styrkir. Ríflega 130 umsóknir bárust.
Í tilkynningu segir að styrkjunum er ætlað að styðja við verkefni á sviði umhverfismála og náttúruverndar. Styrkirnir byggja á stefnu bankans um samfélagslega ábyrgð hans og skyldur.
„Dómnefnd um úthlutun umhverfisstyrkja að þessu sinni var skipuð ...
Það er alvarlegt þegar opinber stofnun afvegaleiðir umræðuna í samfélaginu til að víkja sér undan ábyrgð á eigin verkum. Orkustofnun birti nýverið tilkynningu þar sem segir að Landvernd rangtúlki leyfi sem Orkustofnun veitti til rannsókna við Grændal. Orkumálastjóri bætti um betur í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins og fullyrti að margir í þjóðfélaginu misskildu inntak rannsóknarleyfis: „Þetta er í raun ekki ...
Ríkisstjónin í Þýskalandi hefur ákveðið að slökkva á öllum kjarnorkuverum sínum á næsta áratug. Þetta var ákveðið á fundi stjórnarinnar sem hófst í gær og stóð langt fram á nótt. Mikil umræða hefur verið í landinu um kjarnorkumál í kjölfar slyssins í Fukushima kjarnorkuverinu í Japan og mótmæltu þúsundir manna kjarnorkunni víða um land.
Umhverfisráðherrann Norbert Rottgen sagði á blaðamannafundi ...
Fyrir lok næsta árs er stefnt að opnun fyrsta metanorkuversins hér á landi sem nýtir lífrænan úrgang til framleiðslu á metangasi. Í dag verður skrifað undir viljayfirlýsingu Stjörnugríss og Metanorku hf., dótturfélags Íslenska gámafélagsins, um að kanna vænleika þess að nýta úrgang frá svínabúi Stjörnugríss að Melum í Melasveit til framleiðslu og sölu metans. Metanorkuverið að Melum á að verða ...
Það er einkennilegt að ræktun erfðabreytts byggs utandyra skuli vera leyfð á Íslandi, áður en að óyggjandi niðurstöður á umhverfisáhættu liggja fyrir. Því er einnig einkennilegt að hópur 37 vísindamanna landsins skuli vera algjörlega sannfærður um að lítil hætta sé á genaflæði frá erfðabreyttum byggplöntum til óbreyttra plantna eins og fóðurbyggs sem ræktað er víða á landinu. Hvernig geta þeir ...
Í dag verður undirritað samkomulag milli Garðyrkjufélags Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands um prófun á ræktun á norðlægum yrkjum af ávaxtatrjám við íslenskar aðstæður með það fyrir augum að í framtíðinni verði hægt að leiðbeina um val og ræktunaraðferðir.
„Verkefnið fór af stað í kjölfar fræðsluerinda sem Jón Þ. Guðmundsson, garðyrkjufræðingur hefur flutt að undanförnu á vegum Garðyrkjufélagsins víða um land ...
Um tugur manna vinna að því að dæla svartolíu upp úr sjónum við Örfirisey en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu tókst að hefta útbreiðslu olíunnar með flotgirðingum.
Þá er veður hagstætt en um tíu slökkviliðsmenn eru að störfum ásamt mannskap frá Reykjavíkurhöfn og Olíudreifingu. Togarinn, sem olían lak úr heitir Eldborg og er gerður út frá Litháen, en það var verið ...
Ákveðið hefur verið að fella niður aðgangseyri að alþjóðlegu Driving Sustainability ráðstefnunni um vistvænar samgöngur, sem hófst á Hilton hótelinu í Reykjavík í gær. Í tilkynningu segir að frá og með hádeginu í dag verði hún því opnuð öllum áhugamönnum um þróun vistvænna samgangna.
„Á dagskrá ráðstefnunnar eftir hádegi í dag verður fjallað um þá möguleika fyrir hendi eru til ...
Útlit er fyrir að samkeppni komist á í sölu á metangasi á bifreiðar. Hingað til hefur bara verið hægt að kaupa metangas á tveimur afgreiðslustöðvum N1 á höfuðborgarsvæðinu.
Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Metanorku ehf., sem er dótturfélag Íslenska gámafélagsins, segir að við nánari skoðun hafi komið í ljós að einkasölusamningur N1 á metangasi við Metan hf., framleiðanda gassins, hafi ekki náð ...
Á blaðamannafundi sem ríkisstjórnin boðaði til kl. 16:30 og stendur enn yfir lýsti hún því yfir að það væri ásetningur ríkisstjórnarinnar að vinda ofan af einkavæðingu í orkugeiranum og tryggja að orkufyrirtæki séu í eigu opinberra aðila. Þetta voru orð Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á blaðamannfundinum nú rétt áðan. Hún mun skipa nefnd sem á að rannsaka einkavæðingarferli Hitaveitu Suðurnesja ...
Leiðtogar helstu iðnríkja heims, Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína og Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands, komust að samkomulagi um aðgerðir í loftslagsmálum nú í kvöld.
Ekki er ljóst nákvæmlega í hverju samkomulagið felst en samkvæmt erlendum fjölmiðlum mun Obama tilkynna það síðar í kvöld á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn.
Viðræður á loftslagsraðstefnunni í Kaupmannahöfn virtust vera stefna í þrot ...
Lokasprettur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn hefst í dag. Ráðherrar tínast til Hafnar hver á fætur öðrum og fyrir lok vikunnar þarf að innsigla samkomulag um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Sjaldan hefur jafnmikið verið undir á einni SÞ-ráðstefnu. Ef ríki heims grípa ekki til raunhæfra aðgerða strax til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda bendir allt til þess að hlýnun lofthjúpsins ...
Djúpstæður ágreiningur um frumvarp iðnaðarráðherra um Helguvíkurálver kom fram milli ríkisstjórnarflokkanna í iðnaðarnefnd Alþingis í morgun og fékkst málið ekki afgreidd út úr nefndinni. Kristján Már Unnarsson.
Frumvarp Össurar Skarphéðinssonar iðnarráðherra gerir ráð fyrir að ríkisstjórninni verði heimilt að gera sérstakan fjárfestingarsamning við Norðurál vegna álvers sem nú er verið að reisa í Helguvík en samningurinn er talinn forsenda þess ...
Í Neytendahorni Dr. Gunna sem birtist á vísir.is og í Fréttablaðinu var nýlega fjallað um það að verslunin Símabær, Hverafold 8-10 í Grafarvogi sé farin að taka við notuðum farsímum sem síðan eru endurunnir á staðnum. Eigandi Símabæs er Gylfi Gylfason sem hratt endurvinnslunni af stað eftir að kreppan skall á og símaæðið rann af landsmönnum.
Undanfarin ár hafa ...
Einar K. Guðfinnsson fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gerði það að einu af sínum allrasíðustu embættisverkum, nú í morgun, að leyfa aftur hvalveiðar með setningu reglugerðar um hrefnu- og langreyðaveiðar. Reglugerðin á að gilda til ársins 2013 en samkvæmd henni má veiða 150 langreiðar og 100 hrefnur árlega.
LÍÚ fagnaði en fjöldi aðila hafa lýst óánægju sinni með ákvörðunina þ.á ...
Umhverfisverndarsinnar fagna því að Landsvirkjun ætli að hefja framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun að nýju. Raforkan verður meðal annars seld álverinu í Straumsvík, sem er að undirbúa aukna framleiðslu í verinu með tæknilegum endurbótum.
Fyrstu útboðsgöng vegna framkvæmdanna verða send út eftir tvo daga.
Búðarhálsvirkjun verður áttatíu megavött og ný tir fallið frá útfalli Hrauneyjafossvirkjunar við ármót Köldukvíslar og Tungnaár niður í ...
Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birt var í gær, eru 57 prósent landsmanna andvíg byggingu frekari virkjana fyrir orkufrekan iðnað. 41,1 prósent svarenda búsettra á landsbyggðinni styður frekari virkjanir til stóriðju, og 44,4 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins. Mikill munuru er á afstöðu karla og kvenna.
Að mati Náttúruvernadarsamtaka Íslands má skýra niðurstöðu þessarar könnunar með þeirri staðreynd að náttúruvernd á ...
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti einróma í síðustu viku að hætta undirbúningi Bitruvirkjunar á Hellisheiði og fresta öllum frekari framkvæmdum á svæðinu. Þetta var ákveðið ...
Þessi ákvörðun var tekin í framhaldi af áliti Skipulagsstofnunar sem í gær lagðist gegn virkjuninni vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu ...
Skipulagsstofnun leggst gegn því að Bitruvirkjun á Hellisheiði verði reist vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu. Þá setur stofnunin skilyrði fyrir Hverahlíðarvirkjun.
Á vef Skipulagsstofnunar, má nálgast álitið en þar segir m.a. að um sé að ræða lítt snortið, fjölsótt útivistarsvæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og búi svæðið yfir stórbrotnu landslagi sem m.a. einkennist ...
Sú kenning hefur verið vinsæl að breytingar á hegðun sólarinnar hafi þau áhrif að aukið magn geimgeisla skellur á jörðinni sem svo aftur stuðli að hitun andrúmsloftsins.
Nú hafa vísindamenn við háskólann í Lancaster fundið út að engin bein ...
Stofnfundur Náttúruverndarsamtaka Vestfjarða var haldinn í Hömrum á Ísafirði í dag og var umhverfisráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir heiðursgestur fundarins. Upphaflega voru náttúruverndarsamtök Vestjarða stofnuð árið 1971 í Flókalundi.
Þau samtök voru mjög virk í um 15 ár og gáfu m.a. út tímaritið Kaldbak og áttu stóran þátt í friðlýsingu Hornstranda. Bryndís Friðgeirsdóttir sem var í undirbúningshóp stofnfundarins segir ástæðu þess ...
Skiptar skoðanir voru á borgarafundi um álver á Keilisnesi, í Vogum á Vatnsleysuströnd í gærkvöldi. Fjöldi bæjarbúa voru mættir á fundinn en þar samþykkti mikill meiri hluti íbúa að gefa bæjarstjórninni umboð til að hefja formlegar viðræður við fulltrúa Alcan um byggingu álvers á Keilisnesi.
Um 130-40 manns mættu á fundinn og voru mjög skiptar skoðanir um hvort að bygging ...
Fréttablaðinu sunnudaginn 27. ágúst birtist ágæt umfjöllun um bráðnun um Vatnajökuls og áhrif á Kárahnjúkavirkjun. Þar er haft eftir Sveinbirni Björnssyni, sérfræðingi hjá Landsvirkjun, að síðasta flóð í Jökulsá á Brú, sem sé líkleg afleiðing af eldgosi undir jöklinum, liggi undir öskulagi frá árinu 1158.
Þessi ummæli eru áhugaverð því að eins langt og ritaðar heimildir ná hafa að meðaltali ...