Af jörðu ertu kominn…
- Location
- Skálholt
- Start
- Tuesday 10. November 2015 10:00
- End
- Tuesday 10. November 2015 16:00
Related content
Af jörðu ertu kominn…
Skálholtsskóli og Skálholtsstaður standa fyrir málþingi um umhverfismál í Skálholti 10. nóvember n.k. undir yfirskriftinni “Af jörðu ertu kominn…”. Málþingið er öllum opið.
Dagskrá málþingsins er sem hér segir:
10:00-10:10 Upphaf: sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup.
10:10-10:25 Siðferðiskreppa samtímans; “Laudato si” Frans páfi, hagkerfi heimsins og loftslagsbreytingar. Halldór Reynisson verkefnisstjóri
10:25-10:40 Stærsta málið: Sjálfbærni, ber jörðin allan þennan fjölda? Dr.Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor.
10:40-10:55 Umhverfissiðfræði; án ábyrgðar? Dr. Jón Ásgeir Kalmansson heimspekingur.
10:55-11:15 Kaffihlé
11:15-11:40 Landnýting og landvernd. Sigurður Loftsson formaður Samtaka kúabænda.
11:40-12:00 Tolkien og umhverfið – brot úr bíómynd
12:00-12:15 Umræður; Systir mín sól – bróðir minn Máni: “Á ég að gæta bróður míns ?”
12:15-13:00 Matarhlé
13:00-13:15 Hver á að gæta hagsmuna landsins? Andrés Arnalds, staðgengill landgræðslustjóra.
13:15-13:30 Af hverju votlendi? dr. Hlynur Óskarsson vistfræðingur hjá Landbúnaðarháskólanum.
13:30-13:45 Grænar kirkjur; siðfræði Norðurslóða (Ethics of the Artic); Tinna Víðisdóttir framkvæmdastjóri kirkjuráðs.
13:45-14:00 Anno Domini 2015, ár jarðvegs; Þórunn Pétursdóttir landgræðsluvistfræðingur.
14:00-14:20 Paradísarheimt í Skálholti; jurtagarðurinn skoðaður
14:20-14:50 Hagkerfið, hagvöxtur og sjálfbærni; Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður, dr. Lára Jóhannsdóttir lektor.
14:50-15:20 Umræður: Hagkerfið – náttúran; óvinir? Loftslagsráðstefna S.Þ. í París – Hvað gerist? Eða gerist ekki neitt?
15:20 Þinglok – kaffi
Hægt er að kaupa hádegismat og kaffi í Skálholtsskóla.
Birt:
Tilvitnun:
Skálholt „Af jörðu ertu kominn…“, Náttúran.is: Nov. 9, 2015 URL: http://www.nature.is/d/2015/11/09/af-jordu-ertu-kominn/ [Skoðað:Nov. 10, 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.


Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt fram skýrslu fyrir Alþingi um stöðu og stefnu í loftslagsmálum. Tilgangur skýrslunnar er að draga saman nýjustu og bestu upplýsingar um stöðuna í loftslagsmálum og að skapa umræðu um næstu skref í þeim efnum.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um umhverfismerki en hún gildir um norræna umhverfismerkið Svaninn, og umhverfismerki Evrópusambandsins Blómið. Reglugerðin kveður á um skilyrði fyrir veitingu þessara umhverfismerkja fyrir vörur og þjónustu.
Umhverfisstofnun veitti ekki leyfi fyrir tveimur hótelbyggingum á verndarsvæði Mývatns. Skolphreinsun hótelanna er einnig án leyfis Umhverfisstofnunar. Þá er frárennsli hótels skammt frá vatnsbakka Mývatns bæði í ósamræmi við skilmála deiliskipulags og reglugerðir um hreinsun frárennslis við vatnið. Starfsmannahúsum var bætt við annað hótelið í haust án leyfis Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun veitti ekki leyfi fyrir vinnubúðum fyrir 50 manns við þriðja hótelið, sem nú er í byggingu. Landvernd freistar þess nú með röð stjórnsýslumála að fá tekið á málum sem varða lífríki Mývatns og allan almenning, í ljósi sívaxandi þunga ferðamannastaums og aukins álags á verndarsvæðin í landinu. Mývatn ver sig ekki sjálft.
Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð 2017 verður haldinn sunnudaginn 12. febrúar 2017 kl 17:00 í Garðakaffi, Görðum á Akranesi.
Málþing og vinnustofur í Norræna húsinu 2. febrúar 2017
Í gær lýsti forsætisráðherra Íslendinga því yfir í fyrsta sinn, kvitt og klárt, í stefnuræðu sinni að: