Hækkun hitastigs á jörðinni mun samkvæmt nýrri japanskri rannsókn valda því að mólendi þornar upp og þar með losnar koltvísýringur út í andrúmsloftið.

Mór þekur um 2% af öllu landi á jörðinni og í honum situr mikill koltvísýringur.

Japönsku vísindamennirnir notuðu tölvulíkan til að komast að því að mólendi á hálendi, t.d. í Kanada, Rússlandi og Alaska muni þorna upp ef hitastig hækkar.

Hækki hitastig um 4 gráður á Celsius mun 40-86% af koltvísýringi sem bundinn er í mólendi losna.

Vísindamennirnir starfa hjá japanska hluta Marine-Earth Science and Technology stofnuninni. Reuters greindi frá.

Mynd frá Skaftafelli. Ljósmynd: Árni Tryggvason.

Birt:
Oct. 16, 2008
Höfundur:
Viðskiptablaðið
Tilvitnun:
Viðskiptablaðið „Hlýnun jarðar þurrkar upp mólendi“, Náttúran.is: Oct. 16, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2008/10/16/hlynun-jaroar-thurrkar-upp-molendi/ [Skoðað:Oct. 11, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: