Umhverfisráðherrar standa saman gegn ræktun á erfðabreyttum maís
Orð dagsins 4. mars 2009.
Umhverfisráðherrar ríkja Evrópusambandsins (ESB) höfnuðu á dögunum kröfu Framkvæmdastjórnar sambandsins um að Austurríki og Ungverjalandi yrði gert að aflétta banni við ræktun á erfabreyttum maís af gerðinni MON 810 frá líftæknirisanum Monsanto, en þetta er eina erfðabreytta plantan sem leyfilegt er að rækta í atvinnuskyni í löndum ESB. Einstök ríki geta þá aðeins bannað þessa ræktun að viðkomandi ríkisstjórnir geti fært fullnægjandi rök fyrir banninu. Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum, sem umhverfisráðherrarnir hafna kröfu framkvæmdastjórnarinnar með þessum hætti hvað Austurríki varðar. Nikolaus Berlakovich, umhverfisráðherra Austurríkis, segir ákvörðun umhverfisráðherranna vera sögulegan sigur, sem jafngildi því ef Austurríkismenn hefðu orðið Evrópumeistarar í knattspyrnu. Umhverfisverndarsamtök fagna ákvörðuninni og líta á hana sem niðurlægingu fyrir framkvæmdastjórnina.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í gær.
Birt:
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Umhverfisráðherrar standa saman gegn ræktun á erfðabreyttum maís“, Náttúran.is: March 4, 2009 URL: http://www.nature.is/d/2009/03/04/umhverfisraoherrar-standa-saman-gegn-raektun-erfoa/ [Skoðað:Dec. 9, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.