Stærsta vandamál sem við stöndum frammi fyrir í heiminum í dag eru lofslagsbreytingar. Miðað við þá ógn sem stendur af þeim er efnahagskreppan sem skollin er á smávægileg. Vakning hefur átt sér stað á undanförnum árum og margt hefur verið ritað og rætt, rannsóknir gerðar og skýrslur út gefnar, stórar yfirlýsingar og markmið ríkisstórnarinnar opinberuð en fátt virðist samt raunverulega hafa gerst og hægagangurinn hreint rosalegur miðað við hættuna sem yfir okkur vofir. Þó er rétt að skoða og nýta sér allt það sem vel hefur verið gert. Á vefnum CO2.is hefur verið tekið saman efni og yfirlit yfir stöðuna, losun einstakra greina og álvera en greinilegt er að uppfæra þarf vefinn því ekkert hefur verið sett inn af nýju efni síðan 2007. Á vef Orkuseturs orkusetur.is eru fjöldi reiknilíkana sem hjálpa okkur að sklja hvaða þátt hver fyrir sig hefur á kolefnislosunina. Til þess að ná tökum á lofslagbreytingum í heiminum verður hver fyrir að taka ábyrgð á sínum gjörðum, í öllu sem við tökum okkur fyir hendur, hvort sem er að byggja hús, keyra bíl eða kaupa inn til heimilisins.

Nokkrir fróðleiksmolar af co2.is:

  • Ein ferð frá Reykjavík til Seyðisfjarðar á bensínknúnum jeppa losar yfir 200 kíló af CO2
  • Til að binda heildarútblástur Íslendinga þyrfti skóg með um tveim milljörðum trjáa.
  • Hverju togveiddu kg af þorski fylgir tæplega 2 kg útblástur CO2

Nokkrir fróðleiksmolar af orkusetur.is:

  • Ef endurnýja þarf gler þá borgar sig að setja upp filmugler eða svokallað K-gler sem hefur mun betri einangrunareiginleika en hefðbundið gler.
  • Óhrein eða stífluð loftsía getur aukið eyðslu um allt að 10%.
  • Munað getur 13.000 kr. í bensínkostnaði milli bifreiðategunda á einni ferð milli Reykjavíkur og Egilsstaða.
Mynd frá Jökulsárlóni. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Feb. 17, 2009
Uppruni:
co2.is
Orkusetur
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „CO2.is - kolefnisvefur“, Náttúran.is: Feb. 17, 2009 URL: http://www.nature.is/d/2009/02/17/co2-kolefnisvefur/ [Skoðað:May 28, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: