Stjórnmálafundur um skógræktarmál
Fimmtudaginn 3. maí, kl. 16-18, verður haldinn stjórnmálafundur um skógrækt á Elliðavatni í Heiðmörk. Þar mun fulltrúum stjórnmálaflokkanna gefast kostur á að skýra og kynna stefnu sína í skógræktarmálum og skiptast á skoðunum við áhugafólk um skógrækt.
Fundurinn verður haldinn í Elliðavatnsbænum sem stendur á eystri bakka Elliðavatns.
Að fundinum standa Landssamtök skógareigenda, Skógræktarfélag Íslands og Skógfræðingafélag Íslands ásamt fulltrúum stjórnmálaflokka.
Dagskrá:
16:00 Fundarsetning
Agnes Geirdal, formaður félags skógarbænda á Suðurlandi, setur fund, býður gesti velkomna og skipar Davíð Þór Jónsson fundarstjóra.
16.10 Stutt erindi
Fundurinn verður haldinn í Elliðavatnsbænum sem stendur á eystri bakka Elliðavatns.
Að fundinum standa Landssamtök skógareigenda, Skógræktarfélag Íslands og Skógfræðingafélag Íslands ásamt fulltrúum stjórnmálaflokka.
Dagskrá:
16:00 Fundarsetning
Agnes Geirdal, formaður félags skógarbænda á Suðurlandi, setur fund, býður gesti velkomna og skipar Davíð Þór Jónsson fundarstjóra.
16.10 Stutt erindi
- Edda Oddsdóttir, Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins, Mógilsá: Skógrækt á Íslandi
- Jón Geir Pétursson, Skógræktarfélagi Íslands: Skógrækt úr vörn í sókn
- Arnór Snorrason, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins, Mógilsá: Skógur og loftslagsmál
- Framsóknarflokkurinn: Guðni Ágústsson
- Íslandshreyfingin: Ómar Ragnarsson og Ósk Vilhjálmsdóttir
- Samfylkingin: Þórunn Sveinbjarnardóttir
- Sjálfstæðisflokkurinn: Illugi Gunnarsson
- Vinstri hreyfingin – grænt framboð: Álfheiður Ingadóttir og Friðrik Dagur Arnarson.
Birt:
May 3, 2007
Tilvitnun:
Skógræktarfélag Íslands „Stjórnmálafundur um skógræktarmál“, Náttúran.is: May 3, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/05/03/stjrnmlafundur-um-skgrktarml-heimrk/ [Skoðað:Sept. 12, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: May 4, 2007