Náttúran.is 5 er ára í dag
Í dag, á Degi umhverfisins 2012, fagna aðstandendur Náttúrunnar fimm ára afmæli vefsins en hann opnaði á Degi umhverfisins árið 2007 og hafði þá verið í þróun um þriggja ára skeið.
Í ár höldum við upp á afmælið með því að gefa þjóðinni ókeypis aðgang að ítarupplýsingum um endurvinnslumöguleikana á öllu landinu, beint í símann sinn.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun opna Endurvinnslukorts-appið á hátíðarsamkomu umhverfisráðuneytisins í dag, á Degi umhverfisins en þau verða haldin í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi kl. 10:30 í dag.
Tilgangur Endurvinnslukortsins er að gefa almenningi eins fullkomið yfirlit og mögulegt er yfir hvar á landinu sé tekið við hvaða flokkum til endurvinnslu. Endurvinnslukortið er eitt af fjölmörgum samfélagslegum verkefnum sem Náttúran.is hefur ráðist í að eigin frumkvæði en ekkert slíkt yfirlit var til, í aðgengilegu formi fyrir allan almenning, áður en ráðist var í gerð fyrsta Endurvinnslukortsins á vef Náttúrunnar haustið 2008. Vefkortið hefur einnig verið uppfært og þjónustuupplýsingar auknar. Endurvinnslukorts-appið hefur verið í þróun frá hausti 2011 og mun halda áfram að vera í stöðugri þróun enda eiga nú miklar breytingar sér stað á sviði endurvinnslumála á Íslandi.
Við segjum betur frá Endurvinnslukortinu og hvernig má nálgast það í snjallsímann og/eða spjaldtölvuna seinna í dag.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúran.is 5 er ára í dag“, Náttúran.is: April 25, 2012 URL: http://www.nature.is/d/2012/04/25/natturan-5-ara-i-dag/ [Skoðað:Dec. 8, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.