Vorskipið kemur er heiti vorhátiðar Eyrarbakka og Stokkseyrar sem haldið er nú um helgina. Hátíðin var fjölbreytt og vel skipulögð uppákoma sem að aðstandendur geta verið stoltir af. Greinilegt er að þessa fornfrægu smábæi við suðurströndina, byggir nú dugmikið og skapandi atorkufólk sem að veit hvernig draga á til sín gesti og ferðamenn víðs vegar að. Umhverfi þessara fallegu og vel aðhlúnu þorpa býr yfir sjarma sem er nýttur til uppbyggingar nýrra atvinnutækifæra fyrir byggðarlagið, í fullkomnu samræmi við það sem fyrir er.

Hátíðin bauð upp á sérstakar uppákomur auk þess sem fyrir er, t.a.m. dýrin og leiktækin í Töfragarðinum, villidýrasýningu í Veiðisafninu, Draugasetrið og Álfa- og tröllasetrið , upplestur, bókamarkað, krambúð, sýningar, tónleika, kynningu á íslenskum kvenbúningum, flóa- og handverksmarkað, glímukeppni, verkið „ímyndað landslag“, útitafl o.m.fl.

  1. Líkan af gamla bænum á Eyrarbakka.
  2. Valdimar Sveinsson 6 ára Eyrarbakkabúi að gefa kanínum í Töfragarðinum á Stokkseyri.
  3. Nýborinn kiðlingur í Töfragarðinum á Stokkseyri.
  4. Kristín C. Chadwick kynnti starfsemi Rauða krossins, Árnesingadeildar á flóa- og handverksmarkaði í Ísfeld á Eyrarbakka.
  5. Mjöll Einarsdóttir og Halldóra Ármannsdóttir, síprjónandi sjálfboðaliðar Rauða krossins, en prjónahópur  Rauða krossins „Síðasta lykkjan“ hefur getið sér gott orð á landsvísu fyrir hvað þeim tekst að framleiða mikið af prjónlesi. Afrakstur prjónahópsins fer í pakka til ný fæddra barna bágstaddra foreldra í Namibíu.

Ljósmyndir: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
May 20, 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fjölbreytt vorhátíð á Stokkseyri og Eyrarbakka“, Náttúran.is: May 20, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/05/19/fjlbreytt-vorht-stokkseyri-og-eyrarbakka/ [Skoðað:Oct. 24, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: May 19, 2007
breytt: May 23, 2007

Messages: