Íhugaðu fyrst hvort þú þarft á nýjum bíl að halda. Þú getur tekið leigubíl ansi oft í stað þess að eiga bíl. Dæmi: Aukabíll á heimilið kostar um 700 þúsund krónur á ári með tryggingum, afskriftum, bensíni osfrv. Ef hjón geta samekið í vinnu og það sem sækir börnin tekur bílinn og hitt leigubíl heim og leigubíllinn kostar um 1500 krónur. Fólk vinnur um 220 daga á ári og þá kostar leigubíllinn um 330 000 krónur á ári. Hægt að spara amk 350 þús plus tíma í að leita að bílastæði. Á álagstímum er hægt að taka bílaleigubíl þar sem þeir eru ódýrir 9 mánuði á ári, auk þess að það er hægt að skemmta sér eða taka marga leigubíla í viðbót fyrir 350 þús krónur. Auk þess er hollt og gott að ganga stuttar vegalengdir. Aktu löglega. Að bíll sem keyrir á 100 km hraða í stað 80 km/klst eyðir um 20% meira eldsneyti. Ef þér liggur lífið á að ná næsta rauða ljósi, hafðu þá í huga að stór hluti eldsneytisnotkunar innanbæjar fer í að taka af stað. Best er að halda jöfnum hraða. Geturðu notað rafmagnsbíl ? Þeir eru yfirleitt smáir og komast ekki langt í einu en þeir eru ódýrir í rekstri og umhverfisvænstu farartæki sem völ er á í dag. Díselbílar geta verið hentugir ef þeir eru með koltrefjasíu sem síar úr hætulegt svifryk og PAH agnir. Síulausir díselbílar menga hinsvegar talsvert þannig að díselbíllinn er ekki betri en bensínbíllinn nema hann sé með koltrefjasíu. Athugaðu að skipta þarf um síur reglulega. Tvinnbílar. Tvinnbílar nota bæði bensínvél og rafmagnsvél og losa mun minna af mengandi lofttegundum en bensínbílar af sömu stærð. Tvinnbíllinn Toyota Prius var valinn bíll ársins í Evrópu árið 2005. Tvinnbílinn Honda Civic fæst einnig á Íslandi. Einnig er hægt að fá Lexus tvinn fólksbíla og jepplinga. Geturðu notað rafmagnsbíl ? Þeir eru yfirleitt smáir og komast ekki langt í einu en þeir eru ódýrir í rekstri og umhverfisvænstu farartæki sem völ er á í dag. Það er hægt að kaupa rafmagnsbíla hjá xxxx. Díselbílar geta verið hentugir ef þeir eru með koltrefjasíu sem síar úr hætulegt svifryk og PAH agnir. Síulausir díselbílar menga talsvert þannig að díselbíllinn er ekki betri en bensínbíllinn nema hann sé með koltrefjasíu. Athugaðu að skipta þarf um síur reglulega. Tvinnbílar. Tvinnbílar nota bæði bensínvél og rafmagnsvél og losa mun minna af mengandi lofttegundum en bensínbílar af sömu stærð. Tvinnbíllinn Toyota Prius var valinn bíll ársins í Evrópu árið 2005. Tvinnbílinn Honda Civic fæst einnig á Íslandi. Einnig er hægt að fá Lexus tvinn fólksbíla og jeppa (reyndar jepplinga) tvinnjeppa fyrir þá sem vilja dýrari bílgerðir. Veldu minnsta bílinn ? Ekki velja stærri bíl heldur en þú þarft. Hugsaðu um umhverfið og veldu minnsta bílinn sem þú kemst af með. Flestir kaupa bíl sem uppfyllir allar þarfir fólks alltaf. Það þýðir að fólk er að kaupa bíl sem er kannski fullnýttur 5 daga á ári en vannýttur 360 daga. Þetta er léleg hagfræði. Kauptu þér bíl sem passar 360 daga á ári og síðan er hægt að finna lausn fyrir hina 5 dagana sem er mun ódýrari en að kaupa stærri bíl
Birt:
March 27, 2007
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Að kaupa umhverfisvænan bíl“, Náttúran.is: March 27, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/03/27// [Skoðað:April 19, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: April 24, 2007

Messages: