Í gær ráfuðu nokkrir jólasveinar inn að Hellisheiðarvirkjun við Hengil og sýndu mótstöðu sína við uppgang stóriðju og aðra þá iðju sem rústar
náttúru Íslands. Einnig vildu þeir sína mennskum náttúruverndarsinnum samstöðu.

“Við bræðurnir ákváðum að koma þarna við áður en við héldum til byggða. Við vildum gefa stóriðjunni kartöflu í skóinn og héldum að kannski finndum við vinnumenn sem vinna hægt og illa og eiga skilið gjafir” sagði Pottaskefill fyrir hönd hópsins.

Hin viðkvæmu háhitasvæði við Hengil hafa þegar mátt þola næga misnotkun af hendi OR. Nú þegar framleiðir Hellisheiðarvirkjun um þrisvar sinnum meiri orku fyrir stóriðju en til heimilisnota. Áætlanir um að þrefalda virkjunina eru yfirvofandi og OR hefur lýst því opinberlega yfir að ein ástæðan fyrir stækkun sé vaxandi eftirspurn eftir rafmagni til stóriðju. Hluti rafmagnsins verður fengið úr hinum friðlýsta Innsta dal.

SI, jólasveinarnir, tröll, álfar og aðrar náttúruvættir þessa fagra lands mótmæla fyrirhugðum stækkunum og lýsa yfir fyrirætlunum um að halda áfram að koma reglulega í heimsókn. Mynd og frétt frá Saving Iceland.
Birt:
Dec. 16, 2007
Höfundur:
Saving Iceland
Uppruni:
Saving Iceland
Tilvitnun:
Saving Iceland „Jólakveðja frá Saving Iceland“, Náttúran.is: Dec. 16, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/12/16/jolakveoja-fra-saving-iceland/ [Skoðað:Feb. 21, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: