Séð frá vegi er liggur út frá Bláfjallavegi í átt að Hafnarfirði. Fjarlægð frá Hellisheiðarvirkjun 12 km - m.y.s. um 400 mÁ næstu dögum hefst söfnun plöntusýna í framhaldi af ábendingum um mosaskemmdir á Hellisheiði. Markmiðið er að leiða í ljós orsakir skemmdanna. Skyndikönnun á mosagróðri í allt upp í 25 km. fjarlægð frá Hellisheiðarvirkjun leiddi í ljós svipaðar gróðurskemmdir og þær sem Náttúrufræðistofnun benti á í næsta nágrenni hennar.

Vísindamenn og annað starfsfólk hjá Orkuveitunni hefur fundað með sérfræðingum vísindamönnum um umfang væntanlegra rannsókna og er rannsóknaráætlun í smíðum. Plöntusöfnun hefst þó þegar í stað, enda mikilvægt að ná sýnum sem fyrst, áður en efnabreytingar í plöntunum tengdar árstíðaskiptum eiga sér stað.

Skyndikönnun á mosabreiðum á heiðunum austan Reykjavíkur leiddi í ljós að víða er að finna skemmdir á mosanum. Þannig sáust umfangsmiklar skemmdir við Bláfjallaveg, vestan Vífilsfells, í um 4 km. fjarlægð frá jarðgufuvirkjun Orkuveitunnar við Kolviðarhól, í Húsfellsbruna á Bláfjallasvæðinu, sem er í um 12 km. fjarlægð og sömu sögu var að segja af mosabreiðum á svæðinu milli Lönguhlíðar og Helgafells, ofan Hafnarfjarðar. Alls staðar gaf að líta talsverðar skemmdir á mosa, svo sem myndirnar hér að neðan bera með sér.

Tilgáta var uppi um að gróðurskemmdir við Hellisheiðarvirkjun mætti rekja til starfsemi virkjunarinnar. Sambandið þar á milli verður kannað m.a. með efnagreiningu. Einnig verður kannað samhengið á milli mosaskemmdanna við virkjunina og þeirra skemmda sem fundist hafa þar sem öruggt er talið að áhrifa jarðgufunnar gætir ekki. Þá verður mosi í grennd við aðrar jarðgufuvirkjanir kannaður með tilliti til þess sama.

Að rannsóknaráætluninni frágenginni, skýrist hvenær niðurstaðna úr rannsóknunum er að vænta.

Ljósmynd: OR, Séð frá vegi er liggur út frá Bláfjallavegi í átt að Hafnarfirði. Fjarlægð frá Hellisheiðarvirkjun 12 km - m.y.s. um 400 .

Birt:
Sept. 13, 2008
Tilvitnun:
Eiríkur Hjálmarsson „Rannsókn á gróðurskemmdum að hefjast“, Náttúran.is: Sept. 13, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2008/09/13/rannsokn-groourskemmdum-ao-hefjast/ [Skoðað:Feb. 25, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: