Pétur M. Jónasson fór nýlega þess á leit við nýjan umhverfisráðherra Þórunni Sveinbjarnardóttur að fravísun stjórnsýslukæru sinnar yrði tekin til endurskoðunar enda sé ákvörðunin um frávísun kærunnar, byggð á ófullnægjandi undirbúningi og ekki unnin í samræmi við gildandi lög í landinu.

Pétur Mikkel Jónasson vatnalíffræðingu prófessor emiratus við Kaupmannahafnarháskóla hefur helgað ævi sinni rannsóknum á vatna jarð- og líffræði og er einn virtasti fagmaður heims á þessu sviði. Hann hefur sérstaklega helgað sig rannsóknum á Þingvallavatni og Mývatni og gefið út bækur og vísindarit um efnið. Niðurstöður af rannsóknum Péturs hafa ótvírætt leitt í ljós að með fyrirhuguðum Gjábakkavegi, eða réttara sagt „hraðbraut“, liggi vegurinn of nálægt vatninu og muni með tíð og tíma eyðileggja hið viðkvæma lífríki vatnsins, lífríki sem er einstakt í heiminum og er á heimsminjaskrá UNESCO.

Pétur sætti sig ekki við úrskurð Skipulagsstofnunar frá 24. maí en stofnunin hafði þá fallist á framkvæmdir fyrirhugaðs Gjábakkavegs með skilyrðum. Pétur kærði úrskurðinn til umhverfisráðherra sem þá var Jónína Bjartmarz. Landvernd lýsti í kjölfarið yfir stuðningi við niðurstöður Péturs með bréfi til umhverfisráðherra.

Hér á vefnum hefur verið fjallað ítarlega um aðgerðir Péturs Mikkels og baráttu hans fylgt eftir. Ef farið er nánar inn í greinina (smellt á „nánar“) er hægt að nálgast greinar með tengdu efni hér hægra megin á síðunni.

Birt:
Aug. 27, 2007
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Beiðni Péturs til meðferðar“, Náttúran.is: Aug. 27, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/08/27/beini-pturs-til-meferar/ [Skoðað:Oct. 11, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: March 30, 2008

Messages: