Laugardaginn 5 júlí n.k. fagna Sólheimar 78 ára afmæli sínu.
Á þessum tímamótum verður nýtt þjónustuhús formlega opnað, Vigdísarhús.  Vigdísarhús ber nafn frú Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands.  Í Vigdísarhúsi verður mötuneyti, bakarí, matvinnsla og skrifstofur.  Frú Vigdís Finnbogadóttir mun opna húsið formlega og herra Sigurbjörn Einarsson biskup mun flytja húsblessun.

Vigdísarhús er 840 fermetrar að stærð og er önnur af höfuðbyggingum Sólheima.  Frú Vigdís hefur alla tíð verið mikil velgjörðarmaður Sólheima og gaf m.a. eftirstöðvar kosningasjóðs sins á sínum tíma til eflingar starfsemi Sólheima og verður þess sérstaklega minnst við þessa athöfn.  Athöfnin hefst kl. 15.30 og eru allir velkomnir.

Klukkan 14.00 mun Ólöf Arndals halda tónleika í Sólheimakirkju, en þeir eru hluti af Menningarveislu Sólheima, en menningarveislan stendur til 17 ágúst n.k.  Á Menningarveislu Sólheima er boðið upp á fjórar sýningar.

Allir eru hjartanlega velkomnir á opnun Vigdísarhúss, á kirkjudag og aðra atburði Menningarveislu Sólheima.
 

Birt:
July 3, 2008
Höfundur:
GÁP
Tilvitnun:
GÁP „Afmælishátíð Sólheima og opnun Vigdísarhúss“, Náttúran.is: July 3, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2008/07/03/afmaelishatio-solheima-og-opnun-vigdisarhuss/ [Skoðað:June 24, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: