Orð dagsins 22. október 2008.

Dagvöruverslunin ICA Supermarket í Skanör í Suður-Svíþjóð fékk vottun Norræna svansins á dögunum. Þar með eru 300 dagvöruverslanir í Svíþjóð komnar með Svaninn. ICA Maxi stórmarkaðirnir hafa verið leiðandi í þessu starfi, en sífellt fleiri smáverslanir hafa sóst eftir vottun upp á síðkastið. Til að fá Svaninn þurfa verslanirnar m.a. að bjóða upp á gott úrval af umhverfismerktum og lífrænum vörum, hafa yfirbreiðslur á kæli- og frystigeymslum þegar búðin er lokuð, flytja vörur með sem umhverfisvænstum hætti, koma upp orkusparandi lýsingu, hafa úrgangsmál í góðu lagi og byggja upp umhverfisstjórnunarkerfi sem virkjar starfsfólk til að draga úr neikvæðum áhrifum verslunarrekstrarins á umhverfið. Svíar eru komnir mun lengra á þessu sviði en aðrar Norðurlandaþjóðir. Þó eru rúmlega 30 norskar dagvöruverslanir komnar með Svaninn - og 7 finnskar. Danir og Íslendingar hafa enn ekki blandað sér í þessa samkeppni.
Lesið frétt á heimasíðu Svansins í Svíþjóð í dag
og rifjið upp „Orð dagsins“ 23. júní 2003

Birt:
Oct. 22, 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Svanurinn haslar sér völl í 300 dagvöruverslunum í Svíþjóð“, Náttúran.is: Oct. 22, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2008/10/23/svanurinn-haslar-ser-voll-i-300-dagvoruverslunum-i/ [Skoðað:Feb. 25, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Oct. 23, 2008

Messages: