Myglueitur mælist í bandarískum möndlum
Umhverfisstofnun hefur nú sérstakt eftirlit með innflutningi á möndlum og möndluafurðum frá Bandaríkjunum. Myglueitur, aflatoxín, hefur verið að mælast í bandarískum möndlum. Innflutningur er einungis heimilaður að uppfylltum ákveðnum skilyrðum samkvæmt Auglýsingu nr. 945/2007.
Innflytjendur verða að framvísa vottorði frá opinberum aðila sem sýnir að aflatoxín B1 og önnur aflatoxín séu undir leyfilegum mörkum samkvæmt reglugerð 439/2005 um gildistöku tiltekinna gerða Evróusambandsins um aðskotaefni í matvælum . Vottorðið þarf að vera þannig útbúið að hægt sé að rekja það til viðkomandi sendingar. Einnig skal fylgja með heilsuvottorð fyrir innflutning vöru frá þriðju ríkjum inn í Evrópska efnahagssvæðið.
Ef ofangreint skilyrði er ekki uppfyllt þá er farið fram á sýnatöku og rannsókn á kostnað innflytjenda. (Auglýsing nr. 945/2007).
Af vef Umhverfisstofnunar. Nánari upplýsingar veitir Herdís M. Guðjónsdóttir í síma 591 2000
GrafíK: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir. ©Náttúran.is.Birt:
Tilvitnun:
Umhverfisstofnun „Myglueitur mælist í bandarískum möndlum“, Náttúran.is: Oct. 27, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/10/27/myglueitur-mlist-bandarskum-mndlum/ [Skoðað:Sept. 16, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.