Úthlutunarnefnd á vegum umhverfisráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnanir, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðugt að hljóta umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, Kuðunginn fyrir árið 2008. Kuðungurinn verður afhentur á degi umhverfisins 25. apríl.

Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunum. Fyrirtæki og stofnanir geta hvort heldur sem er tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum. Til að koma til álita við veitingu Kuðungsins þarf fyrirtækið eða stofnunin að hafa skarað fram úr á einu eða fleiri eftirtöldum sviðum: Umhverfisstjórnun, innleiðingu nýjunga í umhverfisvernd, hreinni framleiðslutækni, lágmörkun úrgangs, mengunarvörnum, umhverfisvænni vöruþróun, framlagi til umhverfismála eða vinnuumhverfi.

Tillögur skulu berast umhverfisráðuneytinu eigi síðar en 25. mars næstkomandi, merktar ,,Kuðungurinn 2008", á póstfangið postur@umhverfisraduneyti.is eða með pósti í umhverfisráðuneytið, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík.

Úthlutunarnefnd Kuðungsins hefur verið skipuð. Í henni sitja Harpa Björnsdóttir formaður, skipuð af umhverfisráðherra, Guðmundur Gunnarsson fyrir hönd Alþýðusambands Íslands og Guðrún Eyjólfsdóttir fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins.

Umhverfisráðuneytið veitti Kuðunginn fyrst árið 1995, þá fyrir starf á árinu 1994. Sjá þau fyrirtæki sem hlotið hafa Kuðunginn hingað til hér á Grænum siðum.

Sjá grein frá afhending Kuðungsins á degi umhverfisins 2008

Mynd: Kristín Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður, hannaði merki fyrir Kuðunginn og það fyrirtæki sem hlýtur viðurkenninguna hefur rétt til að nota merkið í eitt ár. Á hverju ári er svo fenginn ný r listamaður til að hanna nýjan Kuðung sem Kuðungshafinn fær til eignar.

Birt:
Feb. 24, 2009
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Óskað eftir tilnefningum vegna Kuðungsins“, Náttúran.is: Feb. 24, 2009 URL: http://www.nature.is/d/2009/02/24/oskao-eftir-tilnefningum-vegna-kuoungsins/ [Skoðað:March 30, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: