Landvernd skorar á Hitaveitu Suðurnesja vegna Múlavirkjunar.

Orkusamningur verði endurskoðaður ellegar sagt upp
Með ákvörðun sinni um að gera tilteknar breytingar á virkjuninni braut Múlavirkjunar ehf. gegn ákvæðum skipulags- og byggingarlaga og í ferlinu hefur e.t.v. einnig verið brotið á fleiri lögum. Nánari skoðun mun væntanlega leiða það í ljós. Landvernd telur orkukaup Hitaveitu Suðurnesja ekki samræmast umhverfisstefnu fyrirtækisins en þar segir m.a. að Hitaveita Suðurnesja muni „fylgja gildandi lögum og reglum á sviði umhverfismála“ og að fyrirtækið eigi að vera „öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni í meðferð á umhverfinu“.

Samningur Múlavirkjunar ehf. við Hitaveitu Suðurnesja stendur í vegi fyrir því að tilhlýðilegar úrbætur verði gerðar á virkjuninni. Landvernd hefur sent Hitaveitu Suðurnesja áskorun um að segja samninginum upp ellegar beita sér fyrir því að á honum verði gerðar breytingar svo Múlavirkjun ehf. geti lagfært virkjunina þannig að lífríki Baulárvallavatns verði ekki ógnað.

Sjá nánar á vef Landverndar.

Birt:
Sept. 20, 2007
Höfundur:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Áskorun frá Landvernd“, Náttúran.is: Sept. 20, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/09/21/skorun-fr-landvernd/ [Skoðað:Sept. 13, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Sept. 21, 2007
breytt: Jan. 28, 2008

Messages: