Að taka náttúruna með í reikninginn – frá frumhönnun til loka framkvæmda er yfirskrift ráðsefnu sem efnt verður til föstudaginn 10. október 2008 en ráðstefnan stendur allan daginn frá kl 8:30-17:30. á Háskólatorgi við Háskóla Íslands.

Orkuveita Reykjavíkur og samstarfsaðilar boða til ráðstefnunnar en hún tekur til meðferðar málefni sem varða endurheimt staðargróðurs og frágang á gróðri og landslagi eftir rask vegna framkvæmda. Ráðstefnan er hugsuð sem vettvangur fyrir framkvæmdaraðila, sérfræðinga og eftirlitsaðila til þess að ræða lausnir á þessu sviði. Hún er þáttur í undirbúningi fyrir gerð verklagsreglna um umgengni og frágang vegna rasks við framkvæmdir, sem vonandi geta ný st sem flestum aðilum.

Markmið ráðstefnunnar er að:

  • auka enn frekar meðvitund um mikilvægi þess að taka tillit til náttúru og landslags allt frá hönnun til framkvæmdarloka.
  • stuðla að því að útfærsla og staðsetning mannvirkja sé með þeim hætti að áhrif þeirra á vistkerfi og landslag verði sem minnst.
  • finna leiðir til að lágmarka rask meðan á framkvæmdum stendur og haga frágangi þannig að hægt verði að endurheimta staðargróður á röskuðum svæðum og bæta virkni skemmdra vistkerfa svo fljótt sem kostur er.

Í undirbúningshópi fyrir ráðstefnuna hafa starfað: Árni Bragason, Línuhönnun; Ása L. Aradóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands; Guðmundur Halldórsson, Landgræðslu ríkisins; Gunnar Hjartarson, Herdís Friðriksdóttir og Kristinn H. Þorsteinsson, Orkuveitu Reykjavíkur.

Dagskrá og nánari upplýsingar verða send út síðar en áhugasömum er bent á að taka daginn frá strax. Fyrir hönd undirbúningshópsins: Herdís Friðriksdóttir. herdis.fridriksdottir@or.is.

Myndin er frá Ölkelduhálsi. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
May 16, 2008
Tilvitnun:
Orkuveita Reykjavíkur „Að taka náttúruna með í reikninginn“, Náttúran.is: May 16, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2008/05/16/ao-taka-natturuna-meo-i-reikninginn-fra-frumhonnun/ [Skoðað:Oct. 4, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: