Lítill bæklingur með titlinum „Gerum bílana græna“ liggur nú frammi á eldsneytisstöðvum Olís en bæklingurinn er hluti af alþjóðlegu átaki. Innlendir aðilar að verkefninu eru Félag íslenskra bifreiðaeigenda og Olís en FIA og Bridgestone auk fjölda annarra styrktaraðila kemur að verkefninu á heimsvísu. Sjá makecarsgreen.com.

Megintilgangurinn er að draga úr neikvæðum áhrifum bíla á umhverfið og leiðbeina ökumönnum um hin grænu gildi áður en þeir aka af stað.

10 ábendingar um grænni akstur:

  • Kauptu grænan bíl
  • Skipulegðu ferir þínar
  • Mældu loftið í dekkjunum reglulega
  • Dragðu úr þyngd - engan aukafarangur. Forðastu toppgrindur og farangur á toppnum
  • Ekki láta vélina hitna í lausagangi áður en þú ekur af stað
  • Notaðu ekki loftkælinguna nema nauðsyn krefji
  • Auktu hraðann mjúklega og haltu jöfnum hraða
  • Beittu vélarhemlun
  • Láttu ekki vélina ganga lausagang
  • Kolefnisjafnaður þinn útblástur 

Ráðunum fylgja nokkuð ítarlegri útskýringar en hér birtast en bæklingurinn er gott innlegg í baráttuna fyrir vist-meðvitaðari samgöngum og ættu að sjálfsögðu að vera skilduendurmenntun fyrir alla ökumenn.

Vistakstur er kenndur hjá Ökukennarafélaginu og Landvernd stendur einnig fyrir vistaksturskennslu með hjálp ökuherma. Um Kolefnisjöfnun sér Kolviður en á vef Kolviðar er hægt að kolefnisjafna akstur heimilisbifreiðarinnar jafnt sem bílaflota fyrirtækja.

Meira um bílinn hér í Bílskúrnum.

Mynd af vef makecarsgreen.com.

Birt:
July 3, 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Gerum bílana græna “, Náttúran.is: July 3, 2009 URL: http://www.nature.is/d/2009/07/03/gerum-bilana-graena/ [Skoðað:April 15, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: