Orð dagsins 22. janúar 2008
Bílaframleiðandinn Renault-Nissan gekk í gær frá samningi um fjöldaframleiðslu rafbíla fyrir ísraelskan markað, og koma fyrstu bílarnir á götuna árið 2011. Reiknað er með að bílarnir komist um 100 km á hverri hleðslu í borgarakstri, en 160 km á hraðbrautum. Hámarkshraðinn verður um 110 km/klst og viðbragðið um 13 sekúndur frá 0 km/klst upp í 100 km/klst. Að sögn framleiðandans verða þetta vistvænstu fjöldaframleiddu bílarnir á markaðnum. Verðið á bílunum verður svipað eða ívið lægra en á sambærilegum bensínsbílum og þeir verða í lífstíðarábyrgð. Stefnt er að því að selja 10.000-20.000 bíla af þessari gerð í Ísrael til að byrja með.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag
og fréttatilkynningu Renault-Nissan í gær (pdf-skjal)
Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21
Birt:
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 22. janúar 2008“, Náttúran.is: Jan. 22, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2008/01/22/oro-dagsins-22-januar-2008/ [Skoðað:Oct. 5, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.