Græna orkanGræna orkan er heiti á klasasamstarfi um orkuskipti sem miðar að því að auka hlut visthæfra innlendra orkugjafa í samgöngum á kostnað innflutts kolefnaeldsneytis. Iðnaðarráðherra hafði forgöngu um verkefnið sem undirbúið var í samstarfi við önnur ráðuneyti, stofnanir og sveitarfélög og hefur skipað verkefnisstjórn til að þróa samstarfið áfram og fá fleiri þátttakendur og samstarfsaðila til liðs við Grænu orkuna.

Markmið Grænu orkunnar eru að:

  • Tengja saman þá fjölmörgu aðila sem fást við orkuskipti í samgöngum
  • Gera sýnileg undir einu merki þau stóru og smáu skref sem stigin eru til að auka hlut visthæfra innlendra orkugjafa í samgöngum
  • Skipuleggja og skapa samstöðu um lykilaðgerðir sem grípa þarf til svo áætlun um orkuskipti verði að veruleika
  • Efla þekkingaruppbyggingu, menntun og fræðslu
  • Hvetja til rannsókna, nýsköpunar og vöruþróunar sem tengist visthæfu eldsneyti
  • Halda Íslandi í hópi leiðandi ríkja við notkun á visthæfu eldsneyti í samgöngum
  • Gera Ísland að ákjósanlegum vettvangi til að reyna ýmsar nýjungar í visthæfum samgöngum og laða þannig að þekkingu, tækni og fjármagn
  • Auka þátt visthæfs eldsneytis og orkuskipta í atvinnuþróun og nýsköpun hér á landi

Verkefnisstjórn Grænu orkunnar hvetur alla sem vinna að verkefnum tengdum orkuskiptum í samgöngum eða visthæfum innlendum orkugjöfum að skrá sig til samstarfs í klasanum og fá sendar upplýsingar um næstu skref og viðburði. Græna orkan er að leggja í langan leiðangur.

Sjá nánar á vef Iðnaðarráðuneyisins.

Birt:
June 18, 2010
Tilvitnun:
Iðnaðarráðuneytið „Græna orkan - Vistorka í samgöngum“, Náttúran.is: June 18, 2010 URL: http://www.nature.is/d/2010/06/17/graena-orkan-vistorka-i-samgongum/ [Skoðað:Sept. 20, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: June 17, 2010

Messages: