Oliver Peterson heldur fyrirlestur á morgun miðvikudaginn 29. apríl, í stofu N-132 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands. Olivier er leiðangursstjóri í 12 mánaða leiðangri, þar sem siglt er kringum Norður-Ameríku og síðan til Grænlands, Íslands og Norður Noregs, í þeim tilgangi að vekja athygli á loftslagsbreytingum og ræða við vísindamenn og heimafólk um sameiginlega ábyrgð jarðarbúa á umhverfi sínu.
 
Fyrirlesturinn á morgun hefst kl. 17:00. Hann verður á ensku og prýddur glæsilegum myndum ljósmyndara leiðangursins. Fyrirlesturinn er öllum opinn.
 
Nánari upplýsingar um leiðangurinn er að finna á 69nord.com.

Birt:
April 28, 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Leiðangurinn í kringum Norður Ameríku“, Náttúran.is: April 28, 2009 URL: http://www.nature.is/d/2009/04/28/leioangurinn-i-kringum-norour-ameriku/ [Skoðað:Feb. 25, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: