Bandaríkin hvetja Ísland til að hætta hvalveiðum
Bandaríkin hvöttu Ísland og Noreg til að hætta útflutningi á hvalakjöti til Japan í gær.
„Bandaríkin hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum vegna ný legra sendinga hvalakjöts á japanskan markað,“ sagði talsmaður Bandaríkjanna, Kurtis Cooper.
Í frétt Reuters er sagt frá því að fyrirtækið Hvalur segir Íslendinga hafa sent 80 tonn af hval sem veiddur var árið 2006 á meðan Noregur hefur sent 5 tonn til Japan.
„Við köllum eftir því að löndin þrjú endurskoði ákvörðun sína og einbeiti sér að aðalmarkmiðum Alþjóðlegua hvalveiðiráðsins [e. International Whaling Commission] til langs tíma, frekar en skammtíma,“ sagði Cooper og vísaði þar til markmiðs ráðsins um að vernda hvalastofni heimsins.
Birt:
June 4, 2008
Tilvitnun:
Viðskiptablaðið „Bandaríkin hvetja Ísland til að hætta hvalveiðum“, Náttúran.is: June 4, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2008/06/04/bandarikin-hvetja-island-til-ao-haetta-hvalveioum/ [Skoðað:Oct. 4, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.