George, 9 ára hundur af Jack Russell Terrier kyni, bjargaði 5 krökkum frá tveimur grimmum Pit Bull hundum. George særðist alvarlega við björgunina og þurfti því að svæfa hann eftir átökin.

Richard Rosewarna, 11 ára drengur sem George bjargaði útskýrir að Pit Bull hundarnir hafi komið aftan að krökkunum og hafi ráðist á 4 ára bróður sinn Darryl Wilson þegar George hoppaði í veg fyrir þá. George átti enga möguleika á að lifa sjálfur af en gat bjargað krökkunum. Alan Gay, eigandi George segir að það ætti að banna hunda af Pit Bull kyni og að þeir séu ekkert nema morðingjar sem eru þjálfaðir til að berjast.

"George reyndi að vernda okkur með því að gelta á þá og hlaupa á þá en þeir byrjuðu að bíta hann. Einn beit hann í hausinn og hinn í bakið," segir Rosewarne. "Við hlupum í burtu grátandi og fólk sá hvað var að gerast og bjargaði George."

Hundarnir sem drápu George voru útataðir í blóði hans þegar þeir komu heim og síðan voru þeir svæfðir. Eigandi þessara hunda getur átt von á kæru.


Pit Bull hundar eru hættuleg dýr og lítið þarf til að þeir ráðist á aðra hunda - og menn ! Þeir eru mjög þrautseigir og þrjóskir. Einnig eru þeir þekktir fyrir að bíta mun fastar en aðrar hundategundir.

Allir ættu að hafa varann á þegar Pit Bull hundar eru nálægt.

Frétt og mynd af vefnum http://www.lifeinthefastlane.ca

Birt:
Sept. 27, 2007
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Hundur bjargar lífi 5 krakka“, Náttúran.is: Sept. 27, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/09/27/hundur-bjargar-lfi-5-krakka/ [Skoðað:Dec. 9, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: