Leggja til samræmt norrænt bann við notkun á trasfitusýru
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norðurlandaráði en þar er sagt að aðferðin við að takmarka transfitusýru í matvælum sé einföld til að koma í veg fyrir hjarta- og æðasjúkdóma.
Tillagan var samþykkt á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki í dag.
Þá kemur fram að minnkun notkunar á transfitusýrum ætti að verða innan fimm ára og þingmennirnir (á þingi Norðurlandaráðs sem nú stendur yfir) vilja að norrænu ríkisstjórnirnar beiti þrýstingi innan ESB og í EES löndunum um að þau setji sömu reglur.
Að auki leggja þeir til að matvæli sem ekki innihalda transfitusýrur verði merkt sérstaklega.
„Það er mikilvægt að Norðurlöndin gangi á undan með góðu fordæmi á þessu sviði. Bann við transfitusýrum getur verið öðrum innblástur – meðal annars ESB og EES-svæðinu”, segir Henrik Dam Kristensen, fulltrúi í flokkahópi Jafnaðarmanna og neytendanefnd Norðurlandaráðs í tilkynningunni.
Fram kemur að Danir samþykktu lög um takmörkun á transfitusýrum við tvö prósent, árið 2004. Brot á lögunum getur haft í för með sér allt að tveggja ára fangelsi.
„Árangurinn er sá að í dag er innihald transfitusýra í matvælum í Danmörku mjög lágt miðað við hin Norðurlöndin. Lögin hafa meðal annars haft í för með sér að New York borg hefur samþykkt svipað bann í þeim 25.000 veitingahúsum sem eru í borginni,“ segir í tilkynningunni.
Mynd: VBBirt:
Tilvitnun:
Viðskiptablaðið „Leggja til samræmt norrænt bann við notkun á trasfitusýru“, Náttúran.is: Nov. 1, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2008/11/01/leggja-til-samraemt-norraent-bann-vio-notkun-trasf/ [Skoðað:Oct. 4, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.