Orð dagsins 1. september 2008.

Klukkan 8 í morgun að íslenskum tíma stóðu samtökin Grønn Hverdag í Noregi fyrir opnun nýrrar vefsíðu um loftslagsmál, http://www.klimaklubben.no/. Eins og nafnið bendir til er þetta þó annað og meira en vefsíða. Þetta er sem sagt klúbbur fyrir fólk sem vill átta sig á þeim áhrifum sem það sjálft hefur á loftslag jarðar og fá ráð um það hvernig það geti dregið úr þessum áhrifum. Um leið er vefsíðan tæki sem hjálpar fólki í þessari viðleitni sinni. Þarna er hvorki beitt skömmum né refsingum, heldur byggir framtakið á trú fólks á eigin getu. Krónprinsessan Mette Marit er fyrsti klúbbfélaginn, en stefnt er að því að félagar verði orðnir a.m.k. 30.000 innan árs.
Lesið frétt á heimasíðu Grønn Hverdag í morgun
og skoðið glænýja heimasíðu Klimaklubben.

Birt:
Sept. 1, 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Klimaklubben.no - Lofslagsklúbbur á netinu“, Náttúran.is: Sept. 1, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2008/09/04/klimaklubbenno-lofslagsklubbur-netinu/ [Skoðað:May 28, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Sept. 4, 2008

Messages: