Opið bréf til sveitarsjórnarmanna við Þjórsá
En hvernig er jarðfræðin í kringum Skarðsfjall?
Um er að ræða upptakasvæði stórra jarðskjálfta. Jarðskjálftar af stærðargráðunni 6-7 á Richter verða að jafnaði nokkrum sinnum á öld. Mikill fjöldi jarðskjálftasprungna liggur um svæðið. Þessar sprungur geta verið upprunasprungur jarðskjálfta eða þær geta opnast og hreyfst til í skjálftum. Sprungurnar eru lekar og þekkt er á svæðinu að vatnsból og lindir hverfi, en spretti síðan fram annars staðar. Minna en 1 km er á milli sprungna, svæðið er allt sundursprungið og hafa flestar sprungurnar norðaustlæga stefnu.
Af hverju skiptir máli að rifja þetta allt upp? Jú, vegna þess að til stendur að byggja vatnsaflsvirkjanir með umfangsmiklum uppistöðulónum í nágrenni Skarðsfjalls. Hætta er á því að jarðskjálftasprungur lendi undir mannvirkjum eða uppistöðulónum. Jarðfræðingar telja í þessu sambandi mögulegt að uppistöðulón á svæðinu muni leka. Reikna má einnig með því að jarðgöng á svæðinu sem snúa eiga í austur-vestur skeri sprungur. Vissulega geta fagmenn búið stíflur svo úr garði að þær standist jarðskjálfta en vandséð er hvernig menn geti séð við leka úr uppistöðulónum. Einnig má ekki gleyma því, að mannleg mistök geta átt sér stað og hægt er að “missa” uppistöðulón niður í farveg Þjórsár með alvarlegum afleiðingum fyrir það fólk og þau mannvirki sem eru neðan stíflu. Og hér erum við komin að kjarna málsins. Það býr nefnilega fólk við Þjórsá, fólk sem getur ekki hugsað sér að búa undir risastórum stíflum sem geta hugsanlega brostið í næsta stóra skjálfta við Skarðsfjall. Fólk sem sér fram á það að geta hvorki fjarlægt stíflurnar né heldur búið við þær. Þannig að augljóst er að verði af virkjunum í neðri hluta Þjórsár munu margir íbúar yfirgefa svæðið og það ekki að ástæðulausu.
Höfundur er jarðfræðingur.
Myndin er af Ingibjörgu Elsu. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Opið bréf til sveitarsjórnarmanna við Þjórsá“, Náttúran.is: Aug. 19, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/08/19/opi-brf-til-sveitarsjrnarmanna-vi-jrs/ [Skoðað:Oct. 13, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.