Kynningarfundur um nýja flokkun og merkingu á efnum og efnablöndum
Fundur til kynningar á nýjum merkingarreglum og tilkynningaskyldu íslenskra fyrirtækja verður haldin í Borgartúni 35. 6.hæð þ. 2. nóvember 2010 frá kl. 8:30 – 11:30. Kynnt verður ný reglugerð um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna, sem hefur í för með sér auknar skyldur á fyrirtæki á efnavörumarkaði. Fyrirtæki þurfa að sjá til þess að upplýsingar um flokkun og merkingu efna komist á framfæri með tilkynningum til Efnastofnunar Evrópu. Gefinn er frestur til 3. janúar 2011 fyrir efni sem þegar eru á markaði.
Dagskrá:
- Ný flokkun og merking - staða innleiðingar á Íslandi Sigríður Kristjánsdóttir, Umhverfisstofnun
- Ný flokkun og merking - helstu nýjar skyldur íslenskra framleiðanda og innflytjanda Haukur R. Magnússon, Umhverfisstofnun
- Tilkynningaskylda flokkunar - hvernig á að tilkynna flokkun og merkingu til ECHA? Pálmi Atlason, European Chemicals Agency, ECHA
Umræður
Fundarstjóri: Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður umhverfismála, Samtök iðnaðarins Að fundinum standa Umhverfisstofnun, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu og Félag atvinnurekenda.
Tilkynna skal þátttöku til Umhverfisstofnunar í síðasta lagi 1. nóvember í síma 5912000 eða á ust@ust.is.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfisstofnun „Kynningarfundur um nýja flokkun og merkingu á efnum og efnablöndum“, Náttúran.is: Oct. 26, 2010 URL: http://www.nature.is/d/2010/10/26/kynningarfundur-um-nyja-flokkun-og-merkingu-efnum-/ [Skoðað:Sept. 11, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Oct. 27, 2010