Í hádeginu í dag mánudaginn 17. september opnaði forseti Íslands, Herra Ólafur Ragnar Grímsson fyrstu etanól (E85) dælustöðina á Íslandi. Eftir stutt ávörp fyllti forsetinn svo á etanól/bensín bifreið sem Gísli Marteinn Baldursson ók síðan á brott. Farþegar Gísla voru fulltrúar sænskra aðila en etanólið er unnið úr afgangsvið sjálfbærra skóga í Svíþjóð.

Í ávarpi sínu nefndi Herra Ólafur að ekki mætti lengur tala um bensínstöðvar þar sem bensín væri ekki lengur eina eldsneytið.

Þetta er sannarlega stórt skref þar sem nú er hægt að fá endurnýjanlega orku á stöð þar sem aðeins hefur verið hægt að fá olíu og efni unnin úr olíu. En það er ekki bara að etanól sé endurnýjanlegt, þ.e. hægt að framleiða það úr efnum sem falla til um ókomna framtíð, heldur er mengun af etanóli verulega mikið minni en af brennslu bensíns. Þar er talað um 30 ~ 80%.

Í Svíþjóð eru nú 992 stöðvar sem bjóða etanól og hafði sendiherra Svía á orði að þótt munrinn væri 991 stöð mætti vænta þess að innan skamms yrði þessi munur minni.

Í umræðu um endunýjanlega orkugjafa til akstur vill oft brenna við að menn reyni að berjast fyrir einn i lausn umfram aðra en í raun hafa allar lausnir sína kosti og galla. Og þegar upp er staðið eru þær allar betri en bensín og þvi ekkert því til fyrirstöðu að leyfa þeim að þroskast of þróast öllum.

Birt:
Sept. 17, 2007
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Etanól komið á göturnar“, Náttúran.is: Sept. 17, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/09/17/etanl-komi-gturnar/ [Skoðað:June 18, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: