Orð dagsins 24. febrúar 2009.

Fjölmörg norsk sveitarfélög styrkja foreldra til kaupa á taubleyjum fyrir ungabörn. Styrkirnir nema allt að 1.000 norskum krónum (um 16.500 ísl. kr.) á hvert barn. Í sumum tilvikum sjá úrgangssamlög sveitarfélaganna um móttöku og afgreiðslu styrkumsókna, enda er tilgangurinn sá að draga úr kostnaði við meðhöndlun úrgangs. Samkvæmt norskum tölum frá 2006 skilur hvert bleyjubarn eftir sig um þriðjung úr tonni af notuðum einnotableyjum á ári, en þetta er talið nema um 5% af öllum heimilisúrgangi í Noregi.
Lesið yfirlit Grønn Hverdag 23. feb. sl.
og samantekt úrgangssamlagsins BIR frá 2006:

Á Íslandi má m.a. nálgast taubleyjur/taubleiur (ath. skrifað á báða vegu) hér:
http://natturuleg.net/taubleiur/hvar-fast-taubleiur
http://isbambus.com/
http://kindaknus.123.is/page/17561/
http://montrassar.net/
http://www.thumalina.is/verslun/do/voruflokkur/taubleiur
http://rassalfar.is/
http://snilldarborn.com/

Birt:
Feb. 26, 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Foreldrar í Noregi styrktir til kaupa á taubleyjum“, Náttúran.is: Feb. 26, 2009 URL: http://www.nature.is/d/2009/02/26/foreldrar-i-noregi-styrktir-til-kaupa-taubleyjum/ [Skoðað:May 24, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: