Aðventudagar Sólheima alla daga til 16. desember

Árlegir aðventudagar Sólheima eru skemmtileg upplifun enda jólastemningin einlæg og munirnir sem framleiddir eru í vinnustofum Sólheima einstakir í sinni röð. Á kertaverkstæðinu má stundum leyfa litlum höndum að spreyta sig í kertagerð og það gleður börnin að geta gert eitthvað sjálf og vilja þá oft gefa sínum nánustu fallega litað kerti.

Staðurinn er fallegur í vetrarham og notalegt að njóta veitinga í Grænu könnunni sem leggur áherslu á lífrænar veitingar. Það gleður semsagt líkama og sál að koma við á Sólheimum þar sem jólaundibúningur einkennist af gleði og góðum anda en ekki stressi og ofnesylu.

Verslunin Vala - listhús, jólamarkaður, kaffi húsið Græna kannan, vinnustofur
Opið alla daga frá 13:00 – 17:00
Sunnudagana 2. og 9. desember verða vinnustofur þó lokaðar vegna Aðventugarðs og litlu jóla íbúa

Laugard. 1. des.

Íþróttaleikhús kl. 13:00
Brúðuleikhúsið Pétur og úlfurinn í umsjá Bernd Ogrodnik
Græna kannan, kl. 15:30
Tónleikar: Ragnhildur Gísladóttir og Þóra Marteinsdóttir

Laugard. 8. des.

Græna kannan, kl. 14:30
Jón Víðis töframaður abra-ka-dabra!
Græna kannan, kl. 15:30
Tónleikar: Sverrir Árnason og Jón Gunnar Biering Margeirsson. Söngur og gítar.

Laugard. 15. des.

Græna kannan, kl. 15:30
Tónleikar: Sólheimakórinn, nemendur í “ Tónmennt hjá Vigdísi “syngja nokkur vel valin lög.
Stjórnandi er Vigdís Garðarsdóttir

Sunnud.16. des.

Græna kannan, kl. 15:30
Tónleikar: Sigtryggur Baldursson og Davíð Þór Jónsson

Miðvikud.19. des.

Sólheimakirkja kl. 17:15

Jólatónleikar Hörpukórsins frá Selfossi undir stjórn Jörg Sondermann
Aðgangur er Ókeypis að öllum viðburðum Aðventudaga

Allir velkomnir

Birt:
Nov. 29, 2007
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Aðventudagar Sólheima“, Náttúran.is: Nov. 29, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/11/29/aoventudagar-solheima/ [Skoðað:June 24, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: