Fyrsta samræmda eftirlitsverkefni REACH hleypt af stokkunum
REACH er Evrópureglugerð um skráningu efna og efnavara þar sem markmiðið er að vernda heilsu okkar og umhverfi. Fyrsta samræmda eftirlitsverkefni REACH undir stjórn Efnastofnunar Evrópu verður unnið á þessu ári og þar munu eftirlitsaðilar í hverju Evrópulandi kanna forskráningu og skráningu efna hjá fyrirtækjum í viðkomandi landi. Auk þess verður athugað hvort öryggisblöð fylgi þeim efnum þar sem þess er krafist.
Eftirlit með REACH hér á landi er á ábyrgð Umhverfisstofnunar sem mun skila inn upplýsingum um eftirlitið til Efnastofnunar Evrópu. Niðurstöður þessa fyrsta samræmda eftirlitsverkefnis munu gefa vísbendingu um hvort innflytjendur og framleiðendur innan EES eru í raun að fara eftir REACH reglugerðinni.
Birt:
June 24, 2009
Tilvitnun:
Umhverfisstofnun „Fyrsta samræmda eftirlitsverkefni REACH hleypt af stokkunum“, Náttúran.is: June 24, 2009 URL: http://www.nature.is/d/2009/06/24/fyrsta-samraemda-eftirlitsverkefni-reach-hleypt-af/ [Skoðað:Sept. 11, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.