Ætigarðurinn - seldist upp en er nú aftur fáanlegur
Í tilefni endurútgáfu bókarinnar Ætigarðurinn - handbók grasnytjungsins eftir Hildi Hákonardóttur verður höfundurinn með leiðsögn í Viðey laugardaginn 19. ágúst. Ætigarðurinn seldist upp á tæpu ári. Aðspurð um tilhögun ferðarinnar sagði Hildur „Það þarf ekki að panta í Viðey, bara koma. Það verða þrjár ferðir í Viðey 2:30 - 3:30 - 4:30 og við ætlum að tala um þetta sem marga langar að leggja niður fyrir sér - er hægt að lifa af náttúrunni. Það er þessi frumbýlisandi í manninum að vita hvort það er hægt að finna vatn og lifa af skarfakáli og njóla. Það eru svo margar spennandi endurminningar í Viðey og hún er rík af ræktunarsögu og þess vegna hægt að grafa upp kartöflur úr garði umsjónarmannsins en þarna eru villtar plöntur og ég segi sögur af því hvernig fólk sem flúði undan Skaftáreldunum komst af um stundarsakir á því að nærast á fjörugrösum eins og frótt eldra fólk hefur sagt mér söguna.“
Útgefandi bókarinnar er Bókaútgáfan Salka.
Myndin er af bókarkápu.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ætigarðurinn - seldist upp en er nú aftur fáanlegur“, Náttúran.is: Aug. 18, 2006 URL: http://www.nature.is/d/2007/03/20/aetigardurinn/ [Skoðað:Sept. 11, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 20, 2007
breytt: May 3, 2007