Norræna ráðherranefndin hefur gefið út framkvæmdaáætlun í umhverfismálum 2009-2012. Í áætluninni er stefnumótun í norrænu umhverfisstarfi tíunduð og m.a. fjallað um loftslagsmál, hafið, líffræðilega fjölbreytni og sjálfbæra neyslu og framleiðslu.

Norrænu umhverfisráðherrarnir bera meginábyrgð á pólitískum þáttum umhverfissamstarfsins en embættismannanefnd skipuð af ráðherrunum ber ábyrgð á framkvæmd umhverfisáætlunarinnar. Framkvæmdaáætlun í umhverfismálum 2009-2012.

Þá hefur einnig verið gefin út norræn áætlun um sjálfbæra þróun. Hún er rammi um samstarf um sjálfbæra þróun á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar. Norræna áætlunin er viðbót við þá stefnu sem hvert ríki fyrir sig mótar til að fylgja eftir ákvörðunum sem teknar eru t.d. á vettvangi SÞ og ESB og einnig til að veita málum forgang vegna sérstakra aðstæðna heima fyrir.

Í norrænu áætluninni er lögð áhersla á svið þar sem Norðurlöndin eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta og standa andspænis sömu viðfangsefnum. Norðurlöndin hafa í tímans rás gegnt mikilvægu hlutverki, t.d. við undirbúning alþjóðlegra sáttmála, á fundum leiðtoga heimsins og á svæðisbundnum vettvangi. Norrænt samstarf hefur einnig haft áhrif á hnattrænar aðgerðir ESB, á starf Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um sjálfbæra þróun og Nefnd Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (CSD).

Sjálfbær þróun - Ný stefna fyrir Norðurlönd. Endurskoðuð útgáfa með markmiðum og forgangsröðun 2009-2012.
Birt:
April 5, 2009
Tilvitnun:
Norræna ráðherranefndin „Norrænar framkvæmdaáætlanir í umhverfismálum“, Náttúran.is: April 5, 2009 URL: http://www.nature.is/d/2009/04/05/norraenar-framkvaemdaaaetlanir-i-umhverfismalum/ [Skoðað:June 18, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: