Í umfjöllun fjölmiðla í dag um umræðu á Alþingi í gær um álversuppbyggingu á Bakka er því haldið fram að umboðsmaður Alþingis hafi í áliti talið úrskurð umhverfisráðherra um sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda tengdum álverinu á Bakka ólöglegan. Samkvæmt bestu vitneskju umhverfisráðuneytisins hefur umboðsmaður Alþingis ekki fjallað um þennan úrskurð umhverfisráðherra eða gefið álit sitt um hann. Staðhæfingar um annað eru því rangar.

Birt:
Nov. 6, 2009
Tilvitnun:
Guðmundur Hörður Guðmundsson „Lögmæti úrskurðar um sameiginlegt umhverfismat á Bakka“, Náttúran.is: Nov. 6, 2009 URL: http://www.nature.is/d/2009/11/06/logmaeti-urskuroar-um-sameiginlegt-umhverfismat-ba/ [Skoðað:Feb. 21, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: