Hvað á að flokka
Allan húsbúnað, raftæki og annað sem fólk vill að fari í endurnotkun, t.d. borð, stólar, rúm, ísskápar, þvottavélar, bækur diskar og bollar svo eitthvað sé nefnt.

Hvert á að skila
Í nytjagáma á endurvinnslustöðvum.

Endurnotkun
Þessir hlutir fara í Góða hirðinn. Þar eru hlutirnir yfirfarnir og seldir á vægu verði.

Ágóði af sölunni rennur til líknarmála
Allur ágóði af sölunni í Góða hirðinum rennur til líknarmála og veitir markaðurinn að jafnaði styrk einu sinni á ári.  
Í Góða hirðinum er hægt að finna allt milli himins og jarðar á lágu verði og þeir sem eru hrifnir af gömlum hlutum ættu að leggja leið sína þangað.

Hvar er Góði hirðirinn
Góði hirðirinn er til húsa að Fellsmúla 28 og er opinn frá kl. 12:00 - 18:00 alla virka daga. Síminn hjá Góða hirðinum er 562 7570.
Birt:
March 28, 2007
Höfundur:
Uppruni:
SORPA bs
Tilvitnun:
NA „Húsbúnaður og aðrir nytjahlutir“, Náttúran.is: March 28, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/03/28// [Skoðað:Feb. 29, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: April 20, 2007

Messages: