Íslensk ný orka er að hefja metanframleiðslu á bænum Hraungerði í Flóahreppi en það eru feðgarnir Guðmundur Stefánsson og sonur hans Jón Tryggvi Guðmundsson, tæknifræðingur að mennt, sem standa að virkjun mykjunnar sem kþrnar á bænum framleiða. 

Framleiðsla er ekki hafin en aðstaðan er tilbúin, vel falin í hólum á bæjarstæðinu þar sem komið hefur verið upp aðstöðu með 70 þúsund lítra tanki en takmarkið er að búið geti orðið sjálfbært á eldsneyti á bíla- og tækjaflota sinn en einnig að selja umframbirgðir frá býlinu. Á býlinu á að vera hægt að framleiða 100 þúsund rúmmetra af metangasi árlega sem er nægjanlegt magn til að knýja 100 fólksbíla. Að sögn Guðmundar eru þeir feðgar að nýta allt sem af kúnum kemur til að skapa sér nýja tekjumöguleika enda sé metan framtíðarorkugjafinn.

Birt:
Feb. 20, 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Metanframleiðsla í Flóanum“, Náttúran.is: Feb. 20, 2009 URL: http://www.nature.is/d/2009/02/03/metanframleiosla-i-floanum/ [Skoðað:Dec. 11, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Feb. 3, 2009
breytt: Feb. 16, 2011

Messages: