orkuaudlindir.isBjörk Guðmundsdóttir kynnti áskorunina, fyrir þremur dögum síðan, á blaðamannafundi með söng og varpaði um leið fram lykilspurningum um framtíð Íslands og orku. Hún sagðist vilja sprauta fræjum inn í íslenska rannsóknarblaðamennsku og hvatti, ásamt öðrum, til opinnar og gagnrýnnar umræðu um Magmamálið, sem nú er orðið að prófmáli íslenskrar orku- og auðlindastefnu.

Í kjölfarið hafa ellefuþúsund þrjúhundruð og níutíu undirskriftir safnast (staðan þ.22.07. kl. 22:50) á ofurhraða inn á síðuna www.orkuaudlindir.is þar sem má lesa eftirfarandi áskorun :
„Ég undirrituð/undirritaður skora á stjórnvöld að koma í veg fyrir söluna á HS Orku og skora jafnframt á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra.“

Grafík: Þeir sem vilja geta sótt þennan kubb og sett á heimasíður sínar með tengil á http://www.orkuaudlindir.is til að hjálpa fólki að rata inn á undirskriftasöfnunina.

Birt:
July 22, 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Oddný Eir Ævarsdóttir „Yfir ellefuþúsund hafa skrifað undir áskorun á stjórnvöld og Alþingi í undirskriftasöfnun um orkuauðlindirnar“, Náttúran.is: July 22, 2010 URL: http://www.nature.is/d/2010/07/22/yfir-ellefuthusund-hafa-skrifad-undir-askorun-stjo/ [Skoðað:April 18, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: