Laugardaginn 29. október kl. 10:00-16:00 verður útsala á ýmsum garðyrkju- og gróðurvörum úr þrotabúi gróðrarstöðvarinnar Borgarprýði á Smiðjuvöllum 12-20, Akranesi, sem Skógræktarfélag Íslands keypti sl. vor.

Upplagt tækifæri fyrir þá sem stunda ræktun.

Helstu gróðurvörur:  Plöntubakkar og pottar af ýmsum gerðum og stærðum,  bæði fyrir sáningu og framræktun á grænmeti, runnum og trjám. Ýmsar gerðir af jarðvegsdúkum, þykkar básamottur og vatnsslöngur, ásamt nokkur hundruð fermetrum af steinhellum. Þá eru einnig til sölu til niðurrifs  bogagróðurhús.

Allar vörur staðgreiðist. Tekið er við greiðslukortum eða reiðufé.

Sjá nánar á vef Skógræktarfélags Íslands.

Ljósmynd: Bogagróðurhús, eitt af útsölumununum.

Birt:
Oct. 27, 2011
Tilvitnun:
Skógræktarfélag Íslands „Útsala á garðyrkju- og gróðurvörum“, Náttúran.is: Oct. 27, 2011 URL: http://www.nature.is/d/2011/10/27/utsala-gardyrkju-og-grodurvorum/ [Skoðað:May 28, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: