99,6% af úrgangi Alcoa Fjarðaáls fer til endurnýtingar
Í tilkynningu frá Gámaþjónustunni segir að á árinu 2010 hafi 99,6% af úrgangi frá Fjarðaáli, álveri Alcoa í Reyðarfirði, farið til endurnýtingar. Því fóru eingöngu 0,4% til urðunar. Þetta verður að teljast frábær árangur og í takt við það metnaðarfulla markmið Fjarðaáls að allur úrgangur frá álverinu fari til endurnýtingar.
Gámaþjónusta Austurlands dótturfyrirtæki Gámaþjónustunnar hf er þjónustuaðili Fjarðaáls.
Sjá nánar um stefnu Alcoa um endurvinnslu, flokkun og förgun úrgangs hér.
Birt:
Nov. 1, 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „99,6% af úrgangi Alcoa Fjarðaáls fer til endurnýtingar“, Náttúran.is: Nov. 1, 2011 URL: http://www.nature.is/d/2011/11/01/996-af-urgangi-alcoa-fjardaals-fer-til-endurnyting/ [Skoðað:Oct. 7, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.