Af pönnukartöflum þekkja Íslendingar þær einna best. Danir höfðu auðvelt aðgengi að sykri frá nýlendu sinni í Karabíska hafinu og þessi réttur er áreiðanlegur danskur. Þá þarf þéttar, fremur litlar kartöflur, sem eru soðnar með hýðinu, skrældar og þeim velt upp úr karamellusykri. Á móti 1 kg af litlum, soðnum og flysjuðum kartöflum eru notaðar 2–3 matskeiðar af sykri og væn klípa af smjöri.

Skolið kartöflurnar í köldu vatni og látið síga vel af. Bræðið smjörið á pönnu þangað til það fær á sig gullinn blæ, setjið sykurinn í og hrærið. Látið kartöflurnar á pönnuna. Brúnið undir góðum hita og hrærið vel í á meðan.

Úr „Blálandsdrottningin og fólkið sem ræktaði kartöflurnar“  eftir Hildi Hákonardóttur. Bókin er fáanleg hér á Náttúrumarkaðinum.

Birt:
Nov. 20, 2011
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Brúnaðar kartöflur“, Náttúran.is: Nov. 20, 2011 URL: http://www.nature.is/d/2011/09/20/brunadar-kartoflur/ [Skoðað:Sept. 13, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Sept. 20, 2011
breytt: Nov. 20, 2011

Messages: