Þann 24.maí næstkomandi stendur Vistbyggðarráð fyrir ráðstefnu um vistvæn byggingarefni. Ráðstefnan ber yfirskriftina, Efnið skapar andann. Vistvæn byggingarefni og áhrif þeirra á innivist og hönnun.

Ráðstefna er haldin á Hótel Reykjavík Natura, fimmtudaginn 24. maí frá kl. 9:00-13:00, en í tengslum við ráðstefnuna höfum við boðið framleiðendum og söluaðilum að  kynna vörur sínar.

Á ráðstefnunni verður sjónum sérstaklega beint að notkun vistvæns byggingarefnis á Íslandi. Framboð á vistvænum vörum í verslunum er sífellt að aukast en gera þarf átak í bæði innflutningi en þó ekki síst framleiðslu vistvæns byggingarefnis. Þar getur verið um að ræða þróun og notkun á íslenskum efnivið eða jafnvel endurnýtanleg byggingarefni sem stundum felur í sér mikla nýbreytni í hönnun.

Ráðstefnan er sérstaklega ætluð þeim sem starfa í eða tengjast íslenskum byggingariðnaði, framkvæmdaraðilum sem og öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér sjálfbærnimarkmið og notkun vistvænna byggingarefna í tengslum við framkvæmdir og hönnun mannvirkja

Dagskrá:

08:30-09:00 Skráning og afhending gagna

09:00-09:10 Setning. Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir

09:10-10:20 Vistvæn byggingarefni - hönnun og eiginleikar

  • Ólafur Wallevik, verkfræðingur. Vistvænni steinsteypa
  • Aðalheiður Atladóttir, arkitekt. Frá markmiðum til þróunar og niðurstaðna í hönnun framhaldsskóla
  • Árni Friðriksson, arkitekt. Sesseljuhús og þróun vistvænna lausna á Sólheimum Umræður/fyrirspurnir

10:20-10:50 Kaffihlé - Kynningar framleiðenda og seljenda á vistvænum byggingarvörum.

10:50-11:40 Gamalt og grænt – notkun endurnýtanlegra byggingarefna

  • Hjörleifur Stefánsson, arkitekt. Samþætting sjónarmiða minjaverndar og sjálfbærni
  • Hannes Lárusson,myndlistarmaður.Timbur og torf–samruni lands og byggðar
  • Umræður/fyrirspurnir

11:40-12.50  Vistvæn byggingarefni í íslensku samhengi

  • Arnar Þór Jónsson, arkitekt. Vistvæn þjónustuhús fyrir ferðaþjónustuna
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfisstofnun. Svansvottuð byggingarefni
  • Kristín Þorleifsdóttir, verkefnisstjóri Vistmenntarverkefnisins. Miðlun þekkingar og reynslu í notkun vistvænna byggingarefna á Íslandi
  • Umræður/fyrirspurnir

12:50-13:00 Samantekt/ráðstefnulok

Skráning á vbr.is

Birt:
May 21, 2012
Tilvitnun:
Sigríður Björg Jónsdóttir „Efnið skapar andann - vistvæn byggingarefni og áhrif þeirra á innivist og hönnun“, Náttúran.is: May 21, 2012 URL: http://www.nature.is/d/2012/05/21/efnid-skapar-andann-vistvaen-byggingarefni-og-ahri/ [Skoðað:Oct. 11, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: