Jólamatarmarkaður Búrsins og Beint frá býli verður haldinn á planinu fyrir framan Búrið og Nóatún þ. 10.desember 2011 frá kl. 12:00-16:00 og lengur ef veður, sala og stemmning leyfir.

Seljendur verða:

 • Matarbúrið - Doddi og Lísa mæta með grasfóðrað holdanautakjöt (aberdeen angus og galloway) sem er bragðmikið og meyrt þar sem það fær að hánga í 3 vikur+. Úrval af carpaccio, nautadjörki og bratwurst pylsum. Lísa er einnig með úrval af kryddsultum(chutney) heimalöguðu sinnep og sultum.
 • Sogn í Kjós
  Hamborgarar, beef jerky, carpaccio, reykt nautakjöt og ýmsar fleiri nautakjötsafurðir, sultur, kæfa
  Sveina og Snorri með ferskt nautakjöt, carpaccio, hamborgara, beef jerky og fleiri nauta-afurðir sem þau í eigin vinnslu.
 • Kiðafell í Kjós - Tvíreykt hángikjöt eins og það gerist best.
 • Hvannarlamb - Halla frá Ytri Fagradal mætir með lambakjötið sitt, en sérstaðan fellst í því að lömbin hafa verið fóðruð á hvönn sem skilar sér í bragðinu.
 • Brauð- og kökugerðin Hvammstanga - Svava sér um að framleiða hrökkkex sem er svo vinsælt að það selst vanalega um leið og það kemur í hillurnar. Hrökkur og Stökkur heitir þetta. Einnig kemur með úrval af jólabakstri..
 • Sæluostar úr sveitinni - Sæluostar úr sveitinni eru  framleiddir af vinkonunum Stellu Jórunni A. Levy og Sæunni Vigdísi Sigvaldadóttur í Vestur-Húnavatnssýslu. Hér er á ferðinni svokallaður ferskostur en hann er búinn til í fimm bragðtegundum. Þess má geta að þær nota lífræn ræktuð krydd í ostana. Jólaútgafur verða á boðstolum.
 • Svandís Kandís - Handgerðir brjóstsykursmolar úr gæða hráefnum. Jólamolinn er epli og kanil - gamaldags góðgæti..
 • Erpsstaðir í Dölum - Skyr, rjómi, ís, ostur og skyrkonfekt.
 • Móðir Jörð - Eymundur og Eygló koma með kryddsultur, kex ofl - kannski lífrænt ræktuð jólatré. Tvær nýjar vörur fyrir jólin.
 • Urta Islandica - Á boðstolum verður úrval af jurtate allt unnið úr íslenskum jurtum. Einnig sýrop, sultur og sölt til að nota á jólasteikinna.
 • Rabarbía - Frá Löngumýri á Skeiðum koma Rabarbía rabarbaravörurnar - Rabarbarakarmella, sulta, og fiflasýróp.
 • Pylsumeistarinn - Mikiðt úrval af kjötmeti
 • Sandholt - Gæða konfekt og jóla Panettone
 • Vínekran - Stephane mætir með ráðgjöf varðandi jólavínin en einnig Foie gras frá Alsace.
 • Búrið - Verðum með nýjar jólavörur þar á meðal „Jólaglöggur“
Birt:
Dec. 4, 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Jólamatarmarkaður Búrsins og Beint frá býli“, Náttúran.is: Dec. 4, 2011 URL: http://www.nature.is/d/2011/12/04/jolamarkadur-bursins-og-beint-fra-byli/ [Skoðað:April 23, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: