Til Umhverfisstofnunar

Í gær þriðjudaginn 10. janúar bárust þau tíðindi í fréttum Ríkisútvarpsins að þann dag hafi orðið umtalsvert tjón í gróðrarstöðinni Barra hf. nærri Egilsstöðum og að meðal þess hafi verið gróðurhús þau sem hýsa ræktun á erfðabreyttu byggi fyrir líftæknifyrirtækið Orf Líftækni hf. Fram kom að margar plötur höfðu fokið af húsunum sem standa opin eftir.

Þessir atburðir staðfesta að áhyggjur, sem margir hafa haft og tjáð opinberlega af ræktun erfðabreyttra plantna í gróðurhúsum, eiga við rök að styðjast og að leyfisveitingar Umhverfisstofnunar til svokallaðrar afmarkaðrar notkunar erfðabreyttra lífvera byggja á ófullnægjandi öryggis- og áhættumati.

Í ljósi atburða gærdagsins krefst kynningarátak um erfðabreyttar lífverur þess að Umhverfisstofnun afturkalli umsvifalaust leyfi það sem stofnunin veitti Orf Líftækni hf. til ræktunar erfðabreyttra plantna í gróðrarstöðinni Barra hf.

Virðingarfyllst,

Kynningarátak um erfðabreyttar lífverur

Birt:
Jan. 11, 2012
Tilvitnun:
Kynningarátak um erfðabreyttar lífverur „Kynningarátak um erfðabreyttar lífverur krefst afturköllunar leyfis til ræktunar erfðabreyttra plantna í gróðrarstöðinni Barra “, Náttúran.is: Jan. 11, 2012 URL: http://www.nature.is/d/2012/01/11/kynningaratak-um-erfdabreyttar-lifverur-krefst-aft/ [Skoðað:May 19, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: