Óreglulegar blæðingar geta torveldað þungun. Á sama hátt getur óregla í blæðingum orðið til þess að kona verður barnshafandi án þess að hafa ætlað sér það.
Óreglu sem lýsir sér þannig að blæðingar byrja meira en viku of snemma í tíðahringnum má rekja til einnar af þremur ástæðum:
a.) Of lítið prógesterón. Oft má bæta úr því með t.d. munkapipar og maríustakki.
b.) Of brátt egglos. Gegn því má vinna með lyfjasalvíu, klóelftingu og hindberjum.
c.) Egglos sem ekki á sér stað (mjög sjaldgæft). Jurtir sem má nota í þannig tilfellum eru fyrst og fremst munkapipar, sem tekinn er að morgni, og hindber sem eru styrkjandi fyrir hormónakerfið.
Blæðingar sem hefjast meira en viku síðar en eðlilegt er stafa oftast af einhvers konar ójafnvægi í hormónakerfinu. Gegn slíku duga munkapipar og hindber best.
Jurtir sem má nota til þess að koma blæðingum af stað eru bitrar jurtir, s..s hrafnaklukka, maríuvöndu, tþsfjóla og búrót, teknar inn frá 21. Degi tíðahrigns. Hugið vel að skammtastærðum hverrar jurtar því að bitrar jurtir geta skaðað í of stórum skömmtun. Í sumum tilvikum kemst tíðahringurinn í jafnvægi eftir nokkra mánuði með réttri jurtameðferð.
Úlfarunni getur einnig komið að notum við að koma síðbúnum blæðingum af stað og er hann þá tekinn frá 14. degi tíðahrings.
Birt:
April 13, 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Óreglulegar blæðingar“, Náttúran.is: April 13, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/04/13/reglulegar-blingar/ [Skoðað:May 19, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Jan. 18, 2012

Messages: