Sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa státað sig af umhverfisvottun á starfsemi sinni frá árinu 2008, þau einu á Íslandi. Til þess að viðhalda slíkri vottun er krafist vöktunar á auðlindanýtingu og ýmsum umhverfisþáttum auk stöðugra úrbóta í umhverfis- og samfélagsmálum. Árlega er starfsemin tekin út af óháðum aðila vegna endurnýjunar á vottun. Rétt fyrir jólin kom á svæðið úttektaraðili til þess að fara yfir vinnu síðasta árs og meta svæðið með mögulega endurnýjun á vottun í huga. Þann 16. janúar sendu svo EarthCheck vottunarsamtökin tilkynningu um að vottun hefði náðst fyrir árið 2012.

Nú skartar Snæfellsnes því nýju merki Earth Check fyrir árið 2012.

Með þessu hefur grunnur verkefnisins verið treystur enn frekar. Framtíðarsýn verkefnisins er sterk hvað varðar fjölbreytt verkefni, kynningarstarf og mögulega útvíkkum til fleiri sveitarfélaga.

Sjá yfirlit yfir þá aðila sem hafa Earth Check vottun hér á Grænum síðum.

Birt:
Jan. 19, 2012
Tilvitnun:
Theódóra Matthíasdóttir „Sveitarfélögin á Snæfellsnesi hljóta endurnýjaða umhverfisvottun!“, Náttúran.is: Jan. 19, 2012 URL: http://www.nature.is/d/2012/01/19/sveitarfelogin-snaefellsnesi-hljota-endurnyjada-um/ [Skoðað:July 25, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: