Krækiber og krækiberjasaft
Krækiber og krækiberjasaft er ein af blá-fjólubláu íslensku fæðutegundunum.
Gott er að hreinsa krækiber, um leið og komið er heim, með því að hella þeim milli íláta við húshorn þar sem svolítil gola leikur um. Til þess þarf bala og best er að leggja klút í botninn til að þau skoppi ekki til. Við að hella þeim varlega fýkur ruslið burt með golunni en berin, sem eru þyngri, falla í balann. Halda þarf berjaílátinu hæfilega hátt svo þetta takist vel. Mistakist það er ekkert annað að gera en að hella aftur enda gott að umhella tvisvar. Ef gerð er krækiberjasaft má þurrka svolítið af hratinu og nota í te. Það þykir stemmandi. Einu sinni á ári að minnsta kosti er til þess vinnandi að halda við hinum gamalkunna þjóðarrétti, skyrhrærunni. Ég efast um að nokkur uppskrift sé til að þessum rétti allir kunnu að búa hann til. En hann getur gleymst samt.
Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur.
Ljósmynd: Krækiberjum um miðjan ágúst. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Krækiber og krækiberjasaft“, Náttúran.is: Aug. 23, 2014 URL: http://www.nature.is/d/2009/04/19/kraekiber-og-kraekiberjasaft/ [Skoðað:Sept. 16, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: April 19, 2009
breytt: Aug. 22, 2014