Bútan

Yfirvöld í Bútan, litlu ríki á milli Kína og Indlands, hafa ákveðið að allur landbúnaður í landinu skuli vera lífrænn. Þessi ákvörðun kom fram á Ríó+20 ráðstefnunni um sjálfbæra þróun.

Bútan hefur verið í forystu með nýja hugsun og ný viðmið í þjóðarbúskap. Þar hefur t.a.m. notuð verg þjóðarhamingja [ Gross National Happiness] um áratuga skeið. Forsætisráðherrann, Thinley, segir að í landbúnaði og samvinnu finni fólk hamingju og samhygð sem blási lífi í samfélagið í daglegum samskiptum við náttúru og aðrar lifandi verur.

Lífrænn lanbúnaður verndar vatnsforða landsins og jarðveg og í dag eru tveir þriðju hlutar hinnar 738.000 manna þjóðar starfandi við landbúnað og tengd störf. Fjöldi býla er lífrænn án þess að hafa hlotið vottun m.a. vegna þess bændur hafa ekki ráð á dýrum kemískum áburði og skordýraeitri. ( Sem svo er hvort eð er ekki að skila lofuðum árangri )

Fjöldi bænda hefur verið sendur á vegum ríkisins á býli á Indlandi sem rekin eru af samtökum Vandan Shiva til að læra lífræna landbúnaðarhætti og sjálfbæran búskap. En reynslan af þeim búskap þar og eins bænda á Íslandi s.s. í Skaftholti, er að uppskera er meiri og betri en með tilbúnum áburði. Jarðvegur og vatn mengast ekki og afurðir eru lausar við eiturefni.

Ljósmynd: Haa dalurinn í Bútan, Haa Valley, Bhutan, Douglas J. McLaughlin, 6. september , 2006

Birt:
Aug. 31, 2012
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „100% lífænt land, Bútan“, Náttúran.is: Aug. 31, 2012 URL: http://www.nature.is/d/2012/08/31/100-lifaent-land-butan/ [Skoðað:July 25, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: