Ein afleiðing hlýnunar jarðar eru auknir öfgar í veðurfari sem birtist víða um heim í „... gríðarlegum þurrkum með tilheyrandi uppskerusbresti og hækkandi matvælaverði, stórflóðum og öflugum hvirfilbyljum."

Hér „Öfgar í veðurfari og hlýnun jarðar - Spegill RÚV 11. september“ má hlýða á mjög fróðlegt viðtal Jóns Guðna Kristjánssonar við Jón Egill Kristjánsson prófessor í veðurfræði við Oslóarháskóla um samand hnattrænnar hlýnunar og meiri öfga í veðurfari (e: 'extreme weather events')

Ekki er unnt að skýra einstaka atburði með hækkandi hitastigi andrúmsloftsins, t.d. þegar Kaupmannahöfn fór á kaf sumarið 2011 eða óvenju hlýtt sumar hér á Fróni sem lauk með heiftarlegum norðanhvelli. Á hinn bóginn hafa líkurnar á að slíkir atburðir eigi sér stað margfaldast í takti við aukið magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu.

Jón Egill bendir einnig á að hopun heimskautaíssins samsvari u.þ.b. 20 ára losun á koltvísýringi þar eð ísinn endurkastar sólarljósi aftur út í geiminn en íslaust haf ekki.

Það er þessi hopun norðurskautsíssins sem forseti lýðveldisins og ófáir stjórnmálamenn aðrir lýsa sem stærsta viðskiptatækifæri sögunnar. Líkt og í aðdraganda hrunsins er reynt að æra þjóðina með skjótfengnum gróða.

Birt:
Sept. 12, 2012
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Öfgar í veðurfari og hlýnun jarðar“, Náttúran.is: Sept. 12, 2012 URL: http://www.nature.is/d/2012/09/12/ofgar-i-vedurfari-og-hlynun-jardar/ [Skoðað:Oct. 3, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: